Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Una Sighvatsdóttir skrifar 2. janúar 2016 19:30 26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug. Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
26 ára gamall íslenskur karlmaður og tvítug íslensk kona voru handtekin að kvöldi annars í jólum í Fortaleza í norðausturhluta Brasilíu. Þau áttu bókað flug úr landi frá alþjóðaflugvellinum Pinto Martins þar sem flugtengingar til Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Á vef herlögreglunnar í Ceará ríki kemur fram að parið hafi verið handtekið eftir að ábending barst um ætlað smygl þeirra. Í fórum þeirra hafi fundist um fjögur kíló af kókaínu, sem falið var í smokkum og fölskum botnum á þremur ferðatöskum. Þá kemur fram að parinu hafi verið útvegaður enskumælandi túlkur við yfirheyrslur. Alríkislögregla Brasilíu fer nú með rannsókn málsins.Refsiramminn 5-15 ár Miriam Guerra Másson er menntaður lögfræðingur frá Brasilíu en en búsett á Íslandi, þar sem hún er meðal annars tengiliður brasilískra ríkisborgara hér á landi við sendiráð Brasilíu í Noregi. Miriam ræddi við lögregluna í Fortaleza til að afla upplýsinga um stöðu málsins. „Þau eru núna í gæsluvarðhaldi, sem er 30 dagar og dómari getur framlengt í mesta lagi í aðra 30 daga,“ segir Miriam. Samkvæmt brasilískum lögum verði saksóknari að gefa út ákæru á hendur grunuðum sakamönnum innan þess tímaramma. Miriam segir að refsiramminn fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu sé 5-15 ár. Verði íslenska parið sakfellt geti það vænts refsilækkunnar í ljósi þess að þetta er þeirra fyrsta brot þar í landi. Þá eigi þau rétt á því að fá ráðgjöf lögmanns á kostnað brasilíska ríkisins.Ómannúðlegur aðbúnaður í brasilískum fangelsum Brasilísk fangelsi eru alræmd og hafa verið sögð einhver þau verstu í heimi. Miriam segir að í gæsluvarðhaldi sé aðbúnaður þó talsvert skárri. Í almennum fangelsum landsins sé ástandið hinsvegar ómannúðlegt. „Í fangaklefa sem er ætlaður fyrir einn eða tvo, þar eru kannski fimmtán til tuttugu manns inni. Það er bara því miður skelfilegt ástand þarna.“ Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki í gildi samningur um flutning dæmdra manna milli Brasilíu og Íslands. Að minnsta kosti átta Íslendingar hafa nú verið handteknir í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls á undanförnum áratug.
Tengdar fréttir Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni Liggja undir grun um að hafa ætlað að smygla efninu úr landi. Það fannst í ferðatöskum þeirra og smokkum. 1. janúar 2016 21:00