Manning mætir Brady á sunnudag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 11:34 Peyton Manning er kominn áfram með lið sitt. Vísir/Getty Denver Broncos er komið áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar og mætir þar New England Patriots á sunnudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir 23-16 sigur Denver á Pittsburgh Steelers í gærkvöldi. Það er því ljóst að tveir af bestu leikstjórnandum sögunnar munu mætast í enn eitt skiptið á sunnudagskvöldið þegar Peyton Manning mætir Tom Brady. Þetta er í sautjánda skipti sem þessir kappar mætast en rimma þeirra er ein sú allra frægasta í sögu bandarískra íþrótta. Pittsburgh var með undirtökin lengi vel í leiknum í nótt og var yfir, 13-12, þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fitzgerald Toussaint, hlaupari Pittsburgh, tapaði þá boltanum og Denver skoraði skömmu síðar eina snertimark sitt í leiknum er hlauparinn CJ Anderson skoraði af stuttu færi. Hvorki Manning né Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh, köstuðu fyrir snertimarki í leiknum í nótt sem segir sitt um gang leiksins. Sparkarinn Brandon McManus skoraði hins vegar fimm vallarmörk í leiknum og það síðasta tryggði endanlega sigur Denver í leiknum. Arizona Cardinals og Carolina Panthers eigast við í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sunnudagur 24. janúar: 20.05: Denver Broncos - New England Patriots 23.40: Carolina Panthers - Arizona Cardinals NFL Tengdar fréttir NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
Denver Broncos er komið áfram í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar og mætir þar New England Patriots á sunnudagskvöldið. Þetta varð ljóst eftir 23-16 sigur Denver á Pittsburgh Steelers í gærkvöldi. Það er því ljóst að tveir af bestu leikstjórnandum sögunnar munu mætast í enn eitt skiptið á sunnudagskvöldið þegar Peyton Manning mætir Tom Brady. Þetta er í sautjánda skipti sem þessir kappar mætast en rimma þeirra er ein sú allra frægasta í sögu bandarískra íþrótta. Pittsburgh var með undirtökin lengi vel í leiknum í nótt og var yfir, 13-12, þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fitzgerald Toussaint, hlaupari Pittsburgh, tapaði þá boltanum og Denver skoraði skömmu síðar eina snertimark sitt í leiknum er hlauparinn CJ Anderson skoraði af stuttu færi. Hvorki Manning né Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh, köstuðu fyrir snertimarki í leiknum í nótt sem segir sitt um gang leiksins. Sparkarinn Brandon McManus skoraði hins vegar fimm vallarmörk í leiknum og það síðasta tryggði endanlega sigur Denver í leiknum. Arizona Cardinals og Carolina Panthers eigast við í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Sunnudagur 24. janúar: 20.05: Denver Broncos - New England Patriots 23.40: Carolina Panthers - Arizona Cardinals
NFL Tengdar fréttir NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15 NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Fleiri fréttir Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Í beinni: Fiorentina - Inter | Skorar Albert í leik sem hófst í desember? Í beinni: Njarðvík - KR | Geta gestirnir teygt sig ofar? Í beinni: Keflavík - ÍR | Hvað breytist með brotthvarfi Péturs? Í beinni: Álftanes - Haukar | Hafnfirðingar á síðasta séns? Í beinni: Þór Þ. - Grindavík | Mikilvæg stig í boði Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
NFL: Patriots og Cardinals komust áfram í nótt en á mjög ólíkan hátt New England Patriots og Arizona Cardinals tryggðu sér sæti í úrslitum sinna deilda í úrslitakeppni ameríska fótboltans í nótt en bæði lið unnu leiki sína á heimavelli sem voru jafnframt fyrstu heimasigrar úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. 17. janúar 2016 12:15
NFL: Súper fyrri hálfleikur hjá Súperman og félögum Cam Newton og félagar í Carolina Panthers eru komnir í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir 31-24 sigur á Seattle Seahawks í fyrri leik dagsins. 17. janúar 2016 21:39