Will og Grace koma saman á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2016 19:51 Þau Jack, Megan, Will og Grace voru hrókar alls fagnaðar í upphafi nýrrar aldar. mynd/nbc Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Það verða ekki einungis vinirnir í Friends sem munu koma saman á næstunni heldur einnig hópurinn sem stóð að hinum geysivinsælu þáttum Will and Grace. Þrátt fyrir að hafa alltaf verið í skugga Friends nutu þau Will og Grace vinsælda á árabilinu 1998 til 2006 og hefur þeim stundum verið hrósað fyrir að auka sýnileika LGBT-samfélagsins. Þau Eric McCormack, sem lék Will Truman, og meðleigjandi hans Grace Adler, sem leikin var af Debru Messing, munu leiða saman hesta sína í febrúar ásamt þeim Megan Mullally (Karen Walker) og Sean Hayes (Jack McFarland).Sjá einnig: Vinirnir koma saman á ný Munu þau öll koma fram í sérstökum sjónvarpsþætti sem gerður verður til að heiðra handritshöfundinn James Burrows og þá 1000 þætti sem hann hefur komið að. Í þættinum munu leikararnir í Friends einnig koma fram, að frátöldum Matthew Perry, sem lék Chandler, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Fram kemur í Hollywood Life að þátturinn verði tekinn upp þann 24. janúar og komi fyrir sjónir almennings um mánuði síðar, þann 21. febrúar. „Þetta verður endurkomuþáttur allra endurkomuþátta. Þið hafið ekki séð neitt í líkingu við hann," er haft eftir aðstandendum þáttarins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira