
KSÍ búið að staðfesta Noregsleikinn í júní

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Noregs hafa gert samkomulag um að A-landslið karla leiki vináttulandsleik 1. júní en gert er ráð fyrir að leikurinn fari fram á Ullevaal leikvanginum í Osló.
Sjá einnig:Verður Noregur síðasti andstæðingur Íslands fyrir EM?
Íslenska landsliðið leikur vináttulandsleik við Grikkland í Aþenu 29. mars en fimm dögum áður mun liðið leika ytra vináttulandsleik 24. mars og verður tilkynnt um þann mótherja á næstu dögum.
Síðasti vináttulandsleikur Íslands fyrir EM fer væntanlega fram 6. júní en allir þessir leikir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM í Frakklandi.
Vináttulandsleikir Íslands fyrir EM 2016
13. janúar - (Abú Dabí) Finnland - Ísland 0-1
16. janúar - (Dúbæ) Sameinuðu arabísku. furstadæmin - Ísland
31. janúar - (Los Angeles) Bandaríkin - Ísland
24. mars - Tilkynnt síðar
29. mars (Aþena) Grikkland - Ísland
1. júní - (Osló) Noregur - Ísland
6. júní -Tilkynnt síðar
Tengdar fréttir

Kolbeinn hefur tekið verkjatöflur fyrir hvern einasta leik
Kolbeinn Sigþórsson er feginn því að geta sagt skilið við erfitt ár 2015 þar sem meiðsli settu of stórt strik í reikninginn eftir félagaskipti hans til Nantes. Hann ræðir við Fréttablaðið um mótlætið, markaleysið og gagnrýnina sem hann fékk frá eigin þjálfara.

Arnór Ingvi: Stór gluggi í janúar
Arnór Ingvi Traustason verður í byrjunarliði Íslands sem mætir Finnlandi í æfingaleik í Abú Dabí í dag.

Umfjöllun: Finnland - Ísland 0-1 | Arnór Ingvi sá um Finna
Keflvíkingurinn skoraði eina markið í vináttuleik Íslands og Finnlands í Abú Dabí.

Verður Noregur síðasti andstæðingur Íslands fyrir EM?
Norskir fjölmiðlar fullyrða að Ísland spili landsleik í Ósló skömmu fyrir EM í fótbolta.

Eiður Smári fyrirliði gegn Finnlandi
Byrjunarlið Íslands tilkynnt fyrir æfingaleikinn gegn Finnlandi í dag.

Kolbeinn Sigþórs: Vona að Lars haldi áfram með liðið
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er eins og flestir Íslendingar spenntur fyrir EM í Frakklandi en þar mun hann að öllu óbreyttu leika stórt hlutverk í sóknarleik Íslands. Kolbeini líst vel á riðilinn sem Ísland fékk en þar munu strákarnir mæta Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki.