Óvissa er um áhrif landamæralokana Snærós Sindradóttir skrifar 14. janúar 2016 07:00 Mikill fjöldi barna er á flótta og koma nú jafnvel að lokuðum dyrum hjá Norðurlöndum. Svíar finna ekki lengur húsnæði fyrir hælisleitendur. NordicPhotos/Getty „Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“ Fréttir af flugi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
„Í rauninni búumst við ekki við því að það komi færra fólk hingað út af þessu, þó það sé ómögulegt að segja,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, um lokun landamæra í Danmörku og Svíþjóð. Löndin eru annað og fjórða algengasta landið sem hælisleitendur koma í gegnum á leið hingað til lands.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossinsFyrr í mánuðinum bárust fréttir af því að Svíar hygðust taka upp hert vegabréfaeftirlit og í kjölfarið brugðust Danir við með samskonar hætti. Beinum lestarferðum milli Stokkhólms og Kaupmannahafnar var hætt og þurfa farþegar nú að fara í gegnum eftirlitshlið á leið sinni á milli landanna. Svíar höfðu áður boðið alla velkomna en stefnubreytingin er tilkomin af vangetu stjórnvalda til að búa öllum hælisleitendum mannsæmandi þjónustu. Frá því í september hafa ríflega þrettán þúsund sótt um hæli í Danmörku og ríflega 160 þúsund óskað hælis í Svíþjóð. Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort lokun landamæra hafi áhrif á fjöldann sem sækir til Íslands. „Samkvæmt fréttum sem við höfum séð þá hefur þessi stefnubreyting Dana og Svía haft áhrif og eitthvað hefur hægt á komu flóttafólks landleiðina. En ef eitthvað er þá er líklegra að fleira fólk komi hingað en færra, því hin leiðin er opinberlega lokuð,“ segir Björn. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að mjög erfitt geti reynst að loka landamærum í Evrópu. „Þó að menn setji upp einhverjar landamærastöðvar þá fer fólk með flugi eða skipi eða gengur annarstaðar. Það er mjög erfitt að hindra för fólks nema menn reisi einfaldlega múra eða girðingar.“Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessorHann segir að yfirlýsingar sænskra og danskra stjórnvalda feli fyrst og fremst í sér fælingarmátt. „Við sjáum að þegar ráðamenn Svía og Þýskalands sögðu að löndin stæðu opin öllu flóttafólki þá þyrptist fólk þangað. Fólk lagði af stað frá sunnanverðri Sahara og Afganistan labbandi til Svíþjóðar, það var bara þannig. Á sama tíma hefur straumurinn verið mun minni til landa sem vilja ekki taka á móti flóttafólki. Á sama tíma má ekki gera of lítið úr þessu. Þeir eru að bregðast við tímabundnum vanda sem þeir eru hættir að ráða við,“ segir Baldur. Hann segir að í raun geti brugðið í báðar áttir fyrir Ísland. „Fyrsta hugsunin er að það muni draga úr straumi innflytjenda til Íslands en það þarf ekki endilega að vera. Ef þessi þrjú ríki eru lokuð þá er spurning hvort þeir muni frekar sækja til Íslands en áður. Það er mikilvægt að spyrja þeirrar spurningar þó það sé í rauninni ekki hægt að svara henni.“
Fréttir af flugi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira