Steingrímur segir óljóst hvort samningaleiðin eða dómstólaleiðin í Icesave hefði á endanum verið betri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. janúar 2016 15:03 Telur að samdráttur landsframleiðslu hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefði verið leyst árið 2009. Vísir/Stefán Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér. Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ekki er auðvelt að greina hvort samningaleiðin í Icesave eða dómstólaleiðin hafi verið Íslandi hagstæðari í Icesave-málinu, að mati Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi fjármálaráðherra. Steingrímur var fjármálaráðherra þegar reynt var að semja um kröfurnar í kjölfar hrunsins.Í grein á vef Kjarnans segir Steingrímur að umtalsverður herkostnaður hafi fylgt svonefndum sigri Íslands í Icesave-málinu. „Hið óleysta Icesave mál tafði efnahagslega endurreisn Íslands umtalsvert og á ýmsan hátt og leiddi væntanlega til þess að samdráttur landsframleiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orðið,“ segir hann.Icesave er eitt stærsta deilumál íslensku þjóðarinnar síðustu ár.Hann segir að ekki sé óvarlegt að áætla að samdrátturinn hefði samtals orðið að minnsta kosti einu prósentustigi minni ef Icesave málið hefðu ekki haldið áfram að spilla fyrir frá og með miðju árinu 2009, þegar samningar við Breta og Hollendinga lágu fyrir. „12 til 15 milljarða meiri landsframleiðsla (yfir 20 milljarðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í framtíðina er fljót að telja saman í stórar tölur,“ segir hann. „Framvinda efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tafðist beinlínis og eingöngu vegna hins óleysta Icesave máls um 8-9 mánuði.“ Steingrímur segir að Icesave málið hafi tafið það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt brautina og opnað upp aðgang að erlendum fjármálamörkuðum; lánskjör ríkisins og seinna bankanna og fleiri hafi verið lakari vegna málsins en ella hefði orðið.Icesave-kröfurnar voru greiddar upp í gær.Vísir/Andri MarinóÍ greininni segir Steingrímur að það blasi við að hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn haldið á kröfum vegna Icesave á grundvelli samninga hefðu hagsmunir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum undanþágur fyrir útgreiðslum til forgangskröfuhafa. „Þær útgreiðslur hefðu þar með orðið umtalsvert framhlaðnaðri en nú hefur orðið með tilheyrandi minni uppsöfnun vaxta. Ábatinn af styrkingu krónunnar, samanber það sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með myndast talsverðir fjármunir uppí vaxtagreiðslur til viðbótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hollendingum,“ segir hann. Steingrímur segir að mikill vafi leiki á hvor leiðin í Icesave málinu hefði að endingu skilað þjóðhagslega hagfelldari niðurstöðu. Grein Steingríms má lesa í heild sinni hér.
Alþingi Tengdar fréttir Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icesave-kröfurnar voru greiddar í gær Samtals voru greiddar 706 milljónir evra, 374 milljónir punda og 306 milljónir dala. 12. janúar 2016 10:15