Blaðamaður Moggans heggur í Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2016 14:37 Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, heggur í leikstjórann Baltasar Kormák í fjölmiðlapistli í Morgunblaðinu í dag vegna þáttaraðarinnar Ófærð sem sýnd er í Sjónvarpinu um þessar mundir. Um er að ræða eina dýrustu kvikmyndagerð sem Íslendingar hafa lagst í en kostnaður var áætlaður um milljarð króna. Benedikt Bóas mætti í viðtali í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann fór aðeins yfir hvað honum þykir vera að þessari þáttaröð, en þess má geta að búið er að sýna þrjá þætti af tíu. Í fjölmiðlapistlinum segir Benedikt Bóas alltaf gaman að horfa á íslenskt efni en Ófærð lykti hins vegar af áhugamennsku. Finnst honum handritið ótrúverðugt, að því leytinu til að skip í íslenskri hafnsögu hefði aldrei þurft dómsúrskurð til að vera kyrrsett, lögreglumaður hefði aldrei tapað slagnum við hinn grunaða eins og hann var myndaður, lík hefði aldrei verið látið vera óvaktað í frystigeymslu og tæknideildin hefði alltaf komist á staðinn. Þá segir hann þáttaröðina sýna veruleika þar sem fjölmiðlar eru ekki til. Segir hann til að mynda persónu Ólafs Darra í þáttunum, lögreglumanninn Andra, hafa fengið skilaboð um að fréttakona frá RÚV vildi ná tali af honum. „En enginn frá Vísi, og enginn frá MBL og enginn frá DV,“ segir Benedikt og dregur þá ályktun að handritshöfundar Ófærðar hafi fallið í þá gryfju að halda að fjölmiðlar séu ekki til úti á landi. Heyra má þetta spjall í spilaranum hér fyrir ofan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þættirnir Ófærð seldir á Bandaríkjamarkað fyrir 153 milljónir Þetta kom fram í máli Baltasar Kormáks á fundinum Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? sem nú fer fram í Norræna húsinu. 28. september 2015 14:41 Barist um endurgerðarrétt á Ófærð fyrir Bandaríkjamarkað Fjórir þekktir aðilar eru í samkeppni um að öðlast endurgerðarréttinn á nýjum þáttum Baltasar Kormáks 28. september 2015 16:46 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, heggur í leikstjórann Baltasar Kormák í fjölmiðlapistli í Morgunblaðinu í dag vegna þáttaraðarinnar Ófærð sem sýnd er í Sjónvarpinu um þessar mundir. Um er að ræða eina dýrustu kvikmyndagerð sem Íslendingar hafa lagst í en kostnaður var áætlaður um milljarð króna. Benedikt Bóas mætti í viðtali í Brennsluna á FM957 í morgun þar sem hann fór aðeins yfir hvað honum þykir vera að þessari þáttaröð, en þess má geta að búið er að sýna þrjá þætti af tíu. Í fjölmiðlapistlinum segir Benedikt Bóas alltaf gaman að horfa á íslenskt efni en Ófærð lykti hins vegar af áhugamennsku. Finnst honum handritið ótrúverðugt, að því leytinu til að skip í íslenskri hafnsögu hefði aldrei þurft dómsúrskurð til að vera kyrrsett, lögreglumaður hefði aldrei tapað slagnum við hinn grunaða eins og hann var myndaður, lík hefði aldrei verið látið vera óvaktað í frystigeymslu og tæknideildin hefði alltaf komist á staðinn. Þá segir hann þáttaröðina sýna veruleika þar sem fjölmiðlar eru ekki til. Segir hann til að mynda persónu Ólafs Darra í þáttunum, lögreglumanninn Andra, hafa fengið skilaboð um að fréttakona frá RÚV vildi ná tali af honum. „En enginn frá Vísi, og enginn frá MBL og enginn frá DV,“ segir Benedikt og dregur þá ályktun að handritshöfundar Ófærðar hafi fallið í þá gryfju að halda að fjölmiðlar séu ekki til úti á landi. Heyra má þetta spjall í spilaranum hér fyrir ofan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þættirnir Ófærð seldir á Bandaríkjamarkað fyrir 153 milljónir Þetta kom fram í máli Baltasar Kormáks á fundinum Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? sem nú fer fram í Norræna húsinu. 28. september 2015 14:41 Barist um endurgerðarrétt á Ófærð fyrir Bandaríkjamarkað Fjórir þekktir aðilar eru í samkeppni um að öðlast endurgerðarréttinn á nýjum þáttum Baltasar Kormáks 28. september 2015 16:46 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þættirnir Ófærð seldir á Bandaríkjamarkað fyrir 153 milljónir Þetta kom fram í máli Baltasar Kormáks á fundinum Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? sem nú fer fram í Norræna húsinu. 28. september 2015 14:41
Barist um endurgerðarrétt á Ófærð fyrir Bandaríkjamarkað Fjórir þekktir aðilar eru í samkeppni um að öðlast endurgerðarréttinn á nýjum þáttum Baltasar Kormáks 28. september 2015 16:46
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein