Um skipulag miðborgar Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 12. janúar 2016 00:00 Talsverð umræða hefur skapast undanfarið um skipulag miðborgar Reykjavíkur. Það minnir okkur á að skipulag byggðar varðar okkur öll. Það á að skipta okkur máli og á því eigum við að hafa skoðun. En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.Miðborgin er hjartað Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.Niður sögunnar Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum. Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.Að byggja nýtt í miðborg Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða. Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.Áræði gagnvart hefð Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.Eru skipulagsmál leiðinlegt þref? Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta. Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast undanfarið um skipulag miðborgar Reykjavíkur. Það minnir okkur á að skipulag byggðar varðar okkur öll. Það á að skipta okkur máli og á því eigum við að hafa skoðun. En um hvað snýst skipulag miðborgar? Það snýst vissulega um byggingarstíl og útlit einstakra bygginga, en það er þó mun fleira sem ræður úrslitum um það hvort miðborg auðnast að halda aðdráttarafli sínu gagnvart atvinnurekendum, íbúum og gestum.Miðborgin er hjartað Miðborg má segja að sé hjartað í hverri borg. Þar dynur hjartsláttur lykilstofnana samfélagsins, verslunar og ýmiskonar atvinnurekstrar. Og þar býr fólk, allskonar fólk. Miðborgir eru líka gjarnan vettvangur helstu samkoma borgarbúa, hvort sem komið er saman til að gleðjast eða mótmæla. Og þar er lifandi vettvangur óformlegra samskipta borgarbúa og gesta frá degi til dags, á hvaða aldri sem þeir eru og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Húsnæði og rými í miðborgum þurfa að taka mið af þessu.Niður sögunnar Í miðborgum er gjarnan að finna sögulegt upphaf viðkomandi borgar. Töfrar og dýnamík miðborga felast oft í því samspili og jafnvel spennandi togstreitu sem þar er finna á milli gamals og nýs. Það er afrakstur uppbyggingar yfir langan tíma og þess að þar koma saman fjölbreytt notkun og allskonar fólk. Það er það sem við sækjum í, hvort sem það er í miðborg höfuðborgarinnar okkar, eða þegar við heimsækjum borgir í öðrum löndum. Og miðborg er ekki líkleg til að þrífast ef við festum yfirbragð hennar og bæjarmynd við tiltekið tímabil. Þvert á móti, þurfum við í senn að skilja og virða þá sögu sem endurspeglast í byggðinni, um leið og okkar samtími þarf að fá að leggja sitt af mörkum til þróunar miðborgarinnar.Að byggja nýtt í miðborg Hvort sem eingöngu er verið að byggja á stakri lóð, eða stærri reitum í miðborg, er viðfangsefni skipulagsyfirvalda ávallt að greina af alúð og þekkingu hvers taka þarf tillit til varðandi það sem fyrir er og hvað rétt er að byggja – hve mikið, hvernig útfært og fyrir hvaða notkun. Alltaf með það í huga, hvað kemur borgarsamfélaginu og þróun miðborgarinnar best. Það þarf að gæta þess að nýta land vel. Það þarf að gæta að samsvörun við nærliggjandi byggð. Það getur verið gert með því að trappa húshæðir niður þar sem nýtt mætir gömlu. Í öðrum tilvikum getur orðið ofan á að láta nýtt mæta gömlu sem skýrari andstæða. Þýðingarmikill þáttur í endurskipulagningu í miðborg er að tryggja fjölbreytta notkun og lifandi og áhugaverð göturými og torg. Almennt er happasælast að tryggja góða blöndu verslunar, skrifstofa og íbúða í miðborg. Það tryggir líf á götum og ljós í gluggum á ólíkum tímum dags og viku. Jafnframt þarf að forma byggingarreiti og byggingar þannig að tengingar í gegnum byggðina séu góðar og að sem best njóti sólarljóss og skjóls í götu- og torgrýmum.Skammaryrðin byggingarmagn og nýtingarhlutfall Stundum hljómar umræða um skipulagsmál miðborgarinnar eins og hugtökin byggingarmagn og nýtingarhlutfall séu skammaryrði. Vissulega eru til dæmi um að of djarft hafi verið teflt í úthlutun byggingarheimilda. Aðalatriðið er hinsvegar að byggingarmagnið skili samfélaginu gæðum. Land til uppbyggingar í miðborg er takmörkuð auðlind sem skipulagsyfirvöldum ber skylda til að nýta vel, samfélaginu til hagsbóta. Í einhverjum tilvikum getur það þýtt að ráðlegt sé að heimila tiltölulega mikið byggingarmagn á einstökum reitum.Áræði gagnvart hefð Í almennri umræðu um byggingarstíl er ákveðin tilhneiging til að líta svo á að lausnin felist í að byggja nýtt með ásýnd gamals. Við erum svo lánsöm að eiga frábær dæmi í miðborg Reykjavíkur um verðuga fulltrúa byggingarlistar sinnar samtíðar frá ólíkum tímum sem hafa lagt af mörkum til bæjarmyndar og bæjarlífs miðborgarinnar með áræðinni og kunnáttusamri hönnun. Þar má nefna þær opinberu byggingar sem reistar hafa verið í miðborginni á síðustu áratugum - Hörpu, Ráðhús Reykjavíkur, Seðlabankann og hús Hæstaréttar.Eru skipulagsmál leiðinlegt þref? Skipulag byggðar varðar okkur öll. Það stýrir því hvar og hvernig við búum, störfum, verslum og verjum frístundum. Það hefur áhrif á líðan okkar og getur latt okkur eða hvatt til útiveru, hreyfingar og mannlegra samskipta. Og skipulagsmál geta verið skemmtileg. Því miður dettur umræða um skipulagsmál oft í farveg þrefs og tortryggni frekar en samtals með hlustun og lærdómi. Þegar vel tekst til getur skipulagsumræðan hinsvegar verið frjór jarðvegur um það hvernig samfélag við viljum vera og hverskonar umgjörð styður þá samfélagsþróun.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun