Sakaði leikmann um að gera sér upp höfuðmeiðsli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Brown gengur brosandi af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í fjórða leikhluta. Vísir/Getty Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown. NFL Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira
Lokamínúturnar í leik Cincinnati Bengals og Pittsburgh Steelers um helgina voru hádramatískar en síðarnefnda liðið komst áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni eftir að heimamenn köstuðu frá sér sigrinum. Bengals var með bæði með boltann og forystuna þegar skammt var til leiksloka. En hlauparinn Jeremy Hill gaf Pittsburgh möguleika með því að tapa boltanum klaufalega.Sjá einnig: Eyðilögðu endurkomuna með eintómu klúðri í lokin Pittsburgh hafði þó nauman tíma til að koma sér nægilega langt áfram til að skora vallarmark og leit út fyrir að það myndi ekki takast. Það er að segja ekki fyrr en að varnarmaðurinn Vonteze Burfict fékk dæmda á sig villu fyrir ólöglega tæklingu þegar hann fór í útherjann Antonio Brown af fullum krafti. Brown lá eftir á vellinum og mátti sjá á endursýningum að hann hefði fengið þungt höfuðhögg eftir að Burfict fór með hjálminn á undan af fullum krafti í höfuð Brown.Adam Jones reynir að þræta við dómarann.Vísir/GettyÞá varð allt vitlaust. Annar varnarmaður Cincinnati, Adam Jones, fékk dæmda á sig villu fyrir að stjaka við einum dómara leiksins eftir að hann hafi verið að hnakkrífast við einn þjálfara Pittsburgh. Með þessum tveimur refsingum náði Pittsburgh að koma sér í nægilega góða vallarstöðu til að skora vallarmark og tryggja sér sigurinn. Stuðningsmenn Cincinnati trúðu ekki eigin augum og þeir Burfict og Jones voru á augabragði orðnir að skúrkum. Jones var sótillur eftir leik og neitaði að ræða við fjölmiðla. Hann birti þó myndband á Instagram-síðunni sinni eftir leik þar sem að hann gagnrýndi dómarana harkalega en hann eyddi því svo stuttu síðar.Tæklingin hjá Vontaze Burfict gerði allt vitlaust undir lok leiksins.Vísir/GettyJones hefur síðan haldið því fram að Brown, sem er nú undir eftirliti deildarinnar vegna gruns um heilahristing, hafi gert sér upp meiðslin. „Antonio Brown var ekki meiddur. Ég veit að þetta var leikaraskapur hjá honum,“ sagði Jones sem segir að Brown hafi blikkað sig og veifað til sín þegar hann var kominn utan vallar. „Hann á að fá Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Hann á líka að fá Grammy-verðlaun.“ Engu að síður hefur NFL-deildin úrskurðað að Burfict hefji næstu leiktíð í þriggja leikja banni fyrir umrætt högg sem hann veitti Brown.
NFL Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Sjá meira