Sparkarinn í Minnesota tekur fulla ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2016 11:00 Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30. NFL Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Sparkarar eru ekki vinsælustu leikmennirnir í amerískum fótbolta. Það taka fáir eftir þeim þegar vel gengur en öll augu beinast að þeim þegar þeir gerast sekir um mistök. Það henti Blair Walsh hjá Minnesota Vikings í gær. Þegar innan við hálf mínúta var eftir gat Walsh í kjörstöðu að tryggja liði sínu sigur á Seattle Seahawks og þar með sæti í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar um næstu helgi.Sjá einnig: Reimarnar út eins og í Ace Ventura og Seattle vann Walsh brást hins vegar bogalistin í fimbulkuldanum í Minnesota í gær þegar hann sparkaði framhjá af 27 jarda færi. Eins og greint var frá eftir leikinn í gær sneru reimarnar á boltanum út að Walsh þegar hann sparkaði en hann sagði sjálfur að það væri engin afsökun. „Ég get sagt ykkur þetta. Þetta var mér að kenna. Af þessu færi á ég að geta sparkað vatnsmelónu í gegnum markið,“ sagði Walsh við fréttamenn eftir leikinn. „Allir aðrir gerðu sitt hárrétt. Ég er sá eini sem brást. Þetta er mér að kenna.“ Mike Zimmer, þjálfari Vikings, sagðist ekki hafa rætt við Walsh þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi sínum eftir leik. „Þetta er af stuttu færi [e. chip shot]. Hann verður að hitta,“ sagði Zimmer. „Við spiluðum nógu vel til að vinna. Það er mikið hjarta og mikil barátta í þessu liði. Ég hef líklega aldrei verið jafn stoltur af liði og þessu.“ Þess ber að geta að Walsh skoraði öll stig Minnesota í leiknum en hann hefur leikið með liðinu síðan hann kom inn í deildina árið 2012. Síðan þá hefur hann verið í hópi áreiðanlegustu sparkara deildarinnar en hann hafði aðeins einu sinni áður klikkað á 20-29 jarda vallarmarkstilraun á ferlinum - en hitt úr 30.
NFL Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira