Fast 8 verður tekin upp á Akranesi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. janúar 2016 10:38 Vin Diesel mun kannski þeysast um á sementsreitnum á Akranesi í vor. Vísir/Akranes/Universal Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hollywood-myndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta staðfestir bæjarstjóri Akranes. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, um komur tökuliðsins hingað til lands. Íbúar bæjarins heyrðu fyrst af þessu á þorrablóti Skagamanna um helgina en ekki hefur verið tilkynnt formlega um áætlanirnar. Héldu margir að um grín væri að ræða en Regína staðfestir að bæjaryfirvöld hafi verið í samskiptum við undirbúningsaðila myndarinnar. „Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum,“ segir Regína. Hún segir að spenna sé fyrir tökunum í bænum. „Við erum mjög áhugasöm.“ Skagamenn eru ekki óvanir kvikmyndaverkefnum en gera má ráð fyrir að tökur Fast 8 verði sýnilegri í bænum en áður hefur verið. „Það var hluti af Sense 8 tekinn upp hérna á sjúkrahúsinu en núna verður þetta aðallega bryggjan og sementsreiturinn sem verður tökusvæðið,“ segir Regína. Heimildir Vísis herma að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi. Regína kannast þó alls ekki við að þetta verði gert á Akranesi en samkvæmt heimildum Vísis fara tökurnar fara fram á tveimur öðrum stöðum á landinu. Óvíst er hversu umfangsmiklar tökurnar verða og hvort einhverjir leikarar úr myndunum komi hingað til lands eða hvort aðeins verði um að ræða umhverfistökur sem nýttar verða í myndinni. Heimildir Vísis herma að lagt sé upp með að nýta myndefni héðan á grænskjá sem leikarar myndarinnar verði klipptir inn á. Fast and the Furious myndaflokkurinn hefur notið mikilla vinsælda en hann snýst fyrst og fremst um götukappakstur í hinum ýmsu borgum. Leikarinn Vin Diesel hefur verið aðal maðurinn við gerð myndanna, sem leikari og framleiðandi. Síðasta myndin í flokknum, sem hét Furious 7, er sjötta tekjuhæsta mynd allra tíma en hún halaði inn 1.515 milljónum dollara, jafnvirði 202 milljarða íslenskra króna, í miðasölu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira