Aðalsögupersónan í "The Blind Side" bara einum leik frá sínum öðrum Súper Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 23:30 Michael Oher á góðri stundu með Cam Newton og öðrum liðsfélaga. Vísir/Getty Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00. NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Michael Oher er leikmaður NFL-liðsins Carolina Panthers og hefur átt mjög flott tímabil eins og félagar hans í liðinu. Þrátt fyrir að vera mjög öflugur leikmaður þá verður hann líklega alltaf frægari fyrir annað. Michael Oher er nefnilega aðalsögupersónan í kvikmyndinni „The Blind Side" sem var gerð um uppvaxtarár hans og leið hans inn í NFL en leikkonan Sandra Bullock fékk óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem konan sem ættleiddi Oher. Myndin kom út árið 2009 og var mjög vinsæl en ekki spillti fyrir vinsældunum að Sandra Bullock fékk Óskarinn. Michael Oher var þá kominn í NFL-lið Baltimore Ravens þar sem hann varð meistari árið 2013. Michael Oher yfirgaf Baltimore Ravens í kjölfar titilsins 2013 og spilaði í eitt ár með Tennessee Titans áður en hann kom til Carolina Panthers. Carolina Panthers hefur slegið í gegn á þessu tímabil og þykir líklegt til að fara alla leið í ár enda vann liðið 15 af 16 leikjum sínum í deildarkeppni ameríska fótboltans. Michael Oher helst starf inn á vellinum er að passa upp á það að komist enginn að leikstjórnandanum Cam Newton. Cam Newton hefur átt frábært tímabil og verður líklega kosinn besti leikmaður deildarinnar. Oher spilar vinstra megin en það birtist skemmtileg grein inn á ESPN um Oher og samskipti hans við Mike Remmers sem spilar svipaða stöðu og Oher en bara hægra megin við leikstjórnandann. Michael Oher er nefnilega orðinn frekar þreyttur á því að það séu allir að tala um kvikmyndina „The Blind Side" við hann og hann hefur líka talað um að þó að myndin sé sannsöguleg þá hafi margt verið fært í stílinn. Það er heldur ekki að hjálpa til að liðsfélagarnir í Carolina Panthers hafa verið að stríða honum á myndinni og það frá fyrsta degi. Mike Remmers, liðsfélagi hans, er aftur á móti gríðarlegur aðdáandi myndarinnar og kann hana nánast utan af. Hann notar því hvert tækifæri til að fara með línur úr myndinni, tala um hana og horfa á hana. Remmers er líka að senda Oher smáskilaboð með myndbrotum, setningum og staðreyndum um myndina. Það er bara enginn meiri aðdáandi „The Blind Side" en hann. Mike Remmers er svo mikill aðdáandi að það var ekki möguleiki fyrir Michael Oher að fá treyjunúmerið sitt, 74, þegar hann kom til Carolina Panthers. Michael Oher hafði alltaf spilað í númer 74 en varð að sætta sig við að fara í númer 73 af því Remmers vildi spila númer 74 eins og Oher gerði í uppáhaldsmyndinni hans. Það er hægt að lesa þessa skemmtilegu grein ESPN um Michael Oher og Mike Remmers með því að smella hér. Carolina Panthers mætir Arizona Cardinals í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.00 á sunnudaginn en á undan verður sýndur leikur Denver Broncos og New England Patriots sem hefst klukkan 20.00.
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira