Wyclef Jean næstum því búinn að koma Zaza Pachulia í byrjunarlið Vestursins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 17:30 Zaza Pachulia og Wyclef Jean. Vísir/Getty Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt. NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Zaza Pachulia, miðherji Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta, var ekki langt frá því að komast í byrjunarlið Vesturdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fer fram í Toronto í næsta mánuði. Zaza Pachulia er á sínu fyrsta ári með Dallas Mavericks og einnig í fyrsta sinn á NBA-ferlinum fastamaður í byrjunarliði. Zaza Pachulia fékk alls 768,112 atkvæði og varð fjórði hæstur af framherjum og miðherjum Vesturdeildarinnar en aðeins þrír komust í liðið. Hann fékk fleiri atkvæði en Draymond Green hjá Golden State Warriors (726,616) sem hefur verið að margra mati einn af bestu leikmönnum deildarinnar á þessu tímabili. Pachulia endaði á því að vera fjórtán þúsund atkvæðum á eftir San Antonio manninum Kawhi Leonard. Zaza Pachulia er á sínum þrettánda tímabili í NBA-deildinni en hann er með 10,5 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik. Milwaukee Bucks skipti honum til Dallas Mavericks í sumar til að lækka launakostnað liðsins. Pachulia fékk mun fleiri atkvæði en margir af frægari leikmönnum NBA-deildarinnar eins og þeir Blake Griffin hjá Los Angeles Clipppers (651,850), Tim Duncan hjá San Antonio Spurs (431,087), Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans (400,688), DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings (364,270), LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs (268,003) og Dirk Nowitzki (173,317) sem er liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki grínaðist með það þegar fyrst fréttist af miklum atkvæðafjölda Zaza Pachulia að allir með internet-tengingu í heimalandi hans Georgíu væru að kjósa hann og það leikur enginn vafi á því að Georgíumenn voru duglegir að kjósa. Það var þó líklega tónlistamaðurinn Wyclef Jean sem var næstum því búinn að koma sínum manni inn í byrjunarliðið. Þeir eiga sameiginlegan vin frá Georgíu og Wyclef Jean setti inn lag á samfélagsmiðla þar sem hann hvatti fólk að kjósa Pachulia. Wyclef Jean er fyrrum Fugees-maður og á marga fylgjendur. Pachulia fékk því frábæra auglýsingu á síðum Fugees-rapparans. Zaza Pachulia lék í fyrsta sinn í NBA-deildinni árið 2003 en hann hafði aldrei komist hærra en í tíunda sæti með framherja síðan að reglunum um stöður inn í byrjunarliðin í Stjörnuleiknum var breytt.
NBA Tengdar fréttir Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Kobe fékk flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuleikinn Kobe Bryant var valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í átjánda sinn í nótt en þá var tilkynnt um það hvaða leikmenn voru kosnir í byrjunarlið Austur- og Vesturdeildarinnar í Stjörnuleiknum sem fer fram í Toronto 14. febrúar næstkomandi. 22. janúar 2016 08:40