Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2016 18:34 "Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans.“ Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa sett Landsbankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi sölu eignahluta bankans í Borgun í desember 2014. Eftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Sala Landsbankans sé alfarið á forræði og á ábyrgð fyrirtækisins. Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Borgun og Valitor gerðu í lok árs 2014 sáttir við Samkeppniseftirlitið, vegna rannsóknar á samkeppnishömlum á greiðslukortamarkaði. Með sáttunum var viðurkennt að tiltekin framkvæmd á greiðslukortamarkaði hefði ekki verið í samræmi við samkeppnislög og auk þess að greiða sektir féllust fyrirtækin á að gera breytingar á starfseminni. Meðal þeirra breytinga var að gera til frambúðar breytingar á eignarhaldi á kortafyrirtækjum. Bönkunum er nú óheimilt að eiga í greiðslukortafyrirtæki með öðrum íslenskum viðskiptabanka. Borgun og Valitor höfðu verið í sameiginlegri eigu keppinauta um langt skeið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að það hafi ekki verið skilyrði eftirlitsins að Landsbankinn fremur en Íslandsbanki seldi sig út úr félaginu. Í sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandsbanka stóð: „Íslandsbanka er heimilt að leita samninga við Landsbankann um að annar bankinn kaupi út hlut hins eða um sölu á hlut beggja eða annars hvors til þriðja aðila.“ Landsbankinn hafði hins vegar selt hlut sinn í Borgun og Valitor áður en sátt þeirra við eftirlitið lauk. „Ekki kom því til þess að Samkeppniseftirlitið setti bankanum tímamörk eða önnur bindandi skilyrði varðandi fyrirkomulag á sölu eignarhluta. Sala Landsbankans á hlutum sínum í Borgun og Valitor og tilhögun hennar var því alfarið á forræði og á ábyrgð Landsbankans,“ segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.Sjá einnig: Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Í Fréttablaðinu í dag sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Samkeppniseftirlið getur ekki fallist á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05 Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00 Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. 21. janúar 2016 11:06
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Töldu söluverðið gott Landsbankinn segir að þegar verið var að semja um söluna á Borgun hafi kaupverðið verið ákveðið í ljósi upplýsinga sem þá lágu fyrir um rekstur Borgunar. 20. janúar 2016 18:05
Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Spáð er áframhaldandi hækkun íbúðaverðs næstu þrjú ár. Áætlanir eru um aukið framboð nýrra íbúða og fjölbýlishúsa í Reykjavík. 21. janúar 2016 06:00
Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum Leitað er að ráðgjöfum til að aðstoða við sölu á 28 prósenta hlut ríkisins í bankanum. 21. janúar 2016 13:30
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00