Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:50 Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að sala Landsbankans á Borgun yrði rannsökuð í kjölfar frétta um að það stefni í milljarða hagnað félagsins vegna yfirtöku Visa International á evrópuhluta Visa. Kaupverðið hefur lengi sætt gagnrýni sem og söluferlið. Hljóta að vera kaup aldarinnar „Í lok árs 2014 seldi Landsbankinn hlut í Borgun fyrir luyktum dyrum og án þess að samkeppni væri um þann eignarhlut. Kaupverðir vakti undrun og sérstaklega þegar í ljós kom síðar að hraustleg arðgreiðsla kom úr fyrirtækinu árið 2015 og berast nú fréttir af því að hagnaður muni verða sem milljörðum skiptir vegna yfirtöku Vista International á Evrópuhluta Visa,“ sagði Árni Páll á þingi í dag.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Það verður því að segjast eins og er að kaupin á hlutnum í Borgun hljóta að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Og við hljótum að spyrja þeirra spurninga hvað réði verðmati Landsbankans nú þegar þessar upplýsingar koma upp á borðið og við hljótum að krefjast alvöru rannsóknar á því með hvaða hætti staðið var að þessari sölu,“ sagði hann. Kallaði hann eftir því að málið væri tekið til rannsóknar hjá eftirlitsaðilum. „Fjármálaeftirlitið þarf að láta þetta til sín taka og ef á þarf að taka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.“Mikilvægt að fá á hreint Árni Páll sagði sérstaklega mikilvægt að fá þessi mál á hreint nú þegar fyrir liggur að ríkið ætli að selja ríkisbanka. „Þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn hafa skelfilega sögu af því að koma slíkum eignum í hendur aðila á markaði,“ sagði hann. „Og nú liggur fyrir þinginu frumvarp um að fela eignarhaldsfélagi Seðlabankans sölu á um 60 milljarða eignum og í því er gert ráð fyrir bæði að stjórn félagsins njóti ábyrgðarleysis í gerðum sínum og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna allt að einum milljarði,“ sagði hann. „Er ekki ástæða til þess að Alþingi láti þetta mál nú til sín taka af alvöru? Marki alvöru leikreglur að þessu leyti og krefji landsbankann um reikningsskil þeirrar fáránlegu ákvörðunar um sölu Borgunar í leyni árið 2014.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira