Er hægt draga úr spillingu? Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar 30. janúar 2016 11:30 Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Erfitt er að segja til um hvort spilling sé vaxandi vandamál á Íslandi. Ísland hefur þó á síðustu tíu árum færst úr 1. sæti niður í 13. sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu ríki heims. Spilling er illmælanleg en listinn er gerður út frá upplifunum og skynjunum almennings og sérfræðinga sem svara spurningalista um ákveðna þætti sem eiga að endurspegla skynjun á spillingu í opinberri stjórnsýslu.Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags. Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi. Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber. Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað. Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar