Ævintýrið er dagsatt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2016 06:00 Dagur Sigurðsson fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn unnu nauman sigur á Noregi í æsispennandi undanúrslitaleik í Póllandi. Fréttablaðið/AFP Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins á EM í Póllandi er kallað ævintýri í þýskum fjölmiðlum. Skyldi engan undra. Liðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á ógnarsterku Evrópumeistaramóti þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn í nánast öllum leikstöðum í aðdraganda mótsins. Þýskaland vann Noreg í æsispennandi framlengdum undanúrslitaleik í gær, 34-33. Degi Sigurðssyni er nú hampað sem hetju í Þýskalandi og honum er að stærstum hluta þökkuð sú mikla velgengni sem liðið hefur náð í Póllandi. Liðið hefur, undir handleiðslu Dags, staðist hverja raunina á fætur annarri og afrekað að standa uppi sem sigurvegari í þremur leikjum í röð – fyrst gegn Rússlandi í afar mikilvægum leik í milliriðli, svo gegn Dönum þar sem sæti í undanúrslitum var í húfi og nú gegn spræku liði Noregs í undanúrslitum.Sjá einnig: Dagur fær Spánverja Norðmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt sér sterka stöðu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Ole Erevik hafði átt stórleik í norska markinu en Norðmenn hleyptu Þjóðverjum inn í leikinn á ögurstundu. Noregur var marki yfir og með boltann þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en fór illa að ráði sínu í uppstilltri sókn eftir leikhlé. Christian O’Sullivan tók slæmt skot, Þýskaland komst í sókn og Rune Dahmke tryggði framlenginguna með frábæru marki um 20 sekúndum fyrir leikslok. Þýskaland var svo skrefi framar í framlengingunni og skoraði Kai Häfner sigurmarkið þegar lítið var eftir af henni. Gríðarlegur fögnuður braust út meðal þýsku leikmannanna. „Ég er svo ótrúlega stoltur og glaður með það sem okkur hefur tekist að afreka á þessu móti,“ sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leik. „Okkur hefur tekist að bæta okkur með hverjum leik en stærstu prófraunina fengum við í dag, enda Noregur afar öflugur andstæðingur.“Sjá einnig: Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Hann sagði í viðtali við þýska sjónvarpið strax eftir leik hafa vitað að leikurinn myndi ráðast í framlengingu. „Ég skrifaði það á töfluna mína,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég veit að áhuginn og gleðin er mikil heima en við verðum að halda einbeitingu og halda áfram að undirbúa okkur. Það er enn einn leikur eftir.“ Spánn verður andstæðingur Þýskalands í úrslitaleiknum á morgun en Spánverjar höfðu betur gegn Króötum í síðari undanúrslitaleik gærkvöldsins.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13 Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37 Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22 Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15 Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum. 29. janúar 2016 21:13
Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM. 29. janúar 2016 19:37
Þýskaland með tólf leikmenn inn á í einu Voru aðeins of fljótir á sér þegar þeir fögnuðu sigrinum á Noregi í kvöld. 29. janúar 2016 21:22
Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi. 29. janúar 2016 19:15
Dagur fær Spánverja Spánverjar unnu fjögurra marka sigur á Króatíu í síðari undanúrslitaleik kvöldsins á EM í handbolta. 29. janúar 2016 21:43