Landsréttur taki til starfa sem fyrst Reimar Pétursson skrifar 8. febrúar 2016 09:00 Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heildstæð lagafrumvörp um stofnun millidómstigs, svonefnds landsréttar, eru nú í lokavinnslu á vegum innanríkisráðherra í nánu samstarfi við fulltrúa helstu fagaðila. Fagna ber þessu og hvetja til að málinu verði siglt farsællega í höfn sem fyrst.Dómstigum fækkað í kjölfar fullveldis 1918 Íslenskt dómskerfi hefur starfað á tveimur dómstigum frá stofnun Hæstaréttar 1920. Þá var rofin áfrýjunarleið íslenskra mála til Hæstaréttar Danmerkur og landsyfirréttinum í Reykjavík var breytt í Hæstarétt Íslands. Þessi aðgerð innsiglaði fullveldi Íslands sem fékkst 1918 og var liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.Sjálfstæð en fátæk þjóðForfeðrum okkar var ljóst að með fækkun dómstiganna var réttaröryggi landsmanna skert með ákveðnum hætti. Þjóðin var hins vegar fátæk og takmörkuð fjárráðin leyfðu ekki réttarkerfi á þremur stigum. Forfeður okkar stóðu því frammi fyrir vali milli þess að vera þjónar erlends valds með tilheyrandi öryggi eða vera sjálfstæðir en um leið óstuddir í fátæktinni. Þeir völdu sjálfstæði en horfðu til þess að öryggið kæmi síðar þegar sjálfstæðið hefði fært þjóðinni velsæld. Þetta val reyndist farsælt því dómsýslan á Íslandi hefur í aðalatriðum gengið vel og sjálfstæðið hefur reynst lykill í sókn til betri lífskjaraVelsæld tekur við af fátæktÍsland ársins 1918 var land fátæktar; Ísland í dag er land velsældar. Kostnaður ríkisins af rekstri dómstóla, sem hlutfall af tekjum, er hverfandi í dag samanborið við 1918. Fátækt réttlætir því ekki lengur þá skerðingu réttaröryggis sem forfeður okkar völdu að axla í þágu sjálfstæðis.Afmarkaðar en alvarlegar brotalamirAðild Íslands að Mannréttindasáttmála Evrópu hefur á síðari árum afhjúpað afmarkaðar, en um leið alvarlegar, brotalamir tengdar tveggja stiga réttarkerfi. Þetta á einkum við þegar áfrýjað er málum þar sem fjallað er um sérfræðileg atriði eða þar sem endurmeta þarf gildi munnlegs framburðar. Þótt almennt hafi vel tekist til við slíkar áfrýjanir er þó undir áfrýjun slíkra mála – í óbreyttu réttarkerfi – til staðar raunveruleg, og þar með um leið óhæfileg, áhætta á að endurskoðun dóma standist ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi.Stofnun landsréttar fái öruggt brautargengiReynt hefur verið að bæta úr þessum brotalömum með kostnaðarlítilli heimasmíði og bútasaum. Þetta hefur því miður reynst ófullnægjandi. Stofnun landsréttar og starfræksla þriggja stiga dómskerfis – eins og tíðkast almennt í vestrænum ríkjum – þolir því enga frekari bið. Innanríkisráðherra hefur sýnt þessu skilning og vonandi mun málið hljóta öruggt brautargengi þegar það ber fyrir löggjafann.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun