Curry með galdrabrögð gegn töframönnunum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2016 07:15 Stephen Curry var ótrúlegur í nótt. vísir/getty Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Stephen Curry svaraði fyrir einn versta leik sinn á tímabilinu í New York á sunnudaginn með rosalegri frammistöðu í 134-121 sigri NBA-meistara Golden State á móti Washington Wizards á útivelli í nótt. Curry, sem skoraði „aðeins“ þrettán stig á móti New York á dögunum, var óstöðvandi í nótt og skoraði 51 stig, þar af 36 í fyrri hálfleik. Hann hitti úr þrettán af fjórtán skotum sínum í fyrri hálfleik og setti í heildina niður ellefu þriggja stiga skot. Þessi magnaði leikstjórnandi virkaði svo aftur mannlegur í fjórða leikhlutanum þegar hann klúðraði sjö af tíu skotum sínum, en hann var þá löngu búinn að vinna leikinn fyrir meistarana. Golden State er nú búið að vinna 45 leiki og tapa aðeins 4 sem jafnar árangur Philadelphia 76ers frá 1967. Curry fer hamförum: Klay Thompson bætti 24 stigum í sarpinn fyrir Golden State en John Wall var í miklum ham fyrir heimamenn og skoraði 41 stig og gaf tíu stoðsendingar. Það var bara langt frá því að vera nóg. Draymond Green, miðherji Golden State, var að sjálfsögðu með þrennu, en hann skoraði tólf stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Án síns helsta stigaskorara vann Charlotte Hornets svo flottan heimasigur á LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers, 106-97. Jeremy Lin átti stjörnuleik í fjarveru Kemba Walker fyrir Charlotte og skoraði 24 stig. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna frá Cleveland með 25 stig en LeBron James skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Cleveland er eftir sem áður í efsta sæti austursins með 35 sigurleiki og þrettán tapleiki. Það hefur tveggja og hálfs leikja forskot á Toronto. Curry og Wall skoruðu samtals 92 stig: Mikil spenna var í Oklahoma City í nótt þar sem heimamenn í Thunder fóru í lokasóknina í stöðunni 114-114. Billy Donovan, þjálfari OKC, ákvað að taka ekki leikhlé heldur treysta Kevin Durant fyrir að taka síðasta skotið og hann brást ekki trausti þjálfara síns. Durant setti niður þriggja stiga skot þegar hálf sekúnda var eftir og tryggði sínum mönnum þriggja stiga sigur, 117-114. Þetta er tólfti sigur OKC í síðustu þrettán leikjum. Durant var lang stigahæstur heimamanna með 37 stig, en Russell Westbrook, leikstjórnandi Thunder-liðsins, heldur áfram að spila eins og andsetinn maður. Hann hlóð í glæsilega þrennu með 24 stigum, 19 fráköstum og fjórtán stoðsendingum, en þetta er áttunda þrennan hans á tímabilinu og sú þriðja í röð.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 106-97 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 86-124 Boston Celtics - Detroit Pistons 102-95 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 100-114 Washington Wizards - Golden State Warriors 121-134 OKC Thunder - Orlando Magic 117-114 Dallas Mavericks - Miami Heat 90-93 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 110-97 Utah Jazz - Denver Nuggets 85-81 Sacramento Kings - Chicago Bulls 102-107 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 102-108Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira