Bréf til Þorvalds Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar