Bréf til Þorvalds Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun