Ferð þú áhyggjulaus á klósettið? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:30 Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kennitala á blaði 31. janúar 2016 18:52 Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar