Jackie Chan væntanlegur hingað til lands til að taka upp fjársjóðsleitarmynd Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 11:32 Jackie Chan Vísir Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Jackie Chan mun dvelja í nokkra daga hér á landi í næstu viku við töku á kvikmyndinni Kung Fu Yoga.Nútíminn greinir frá þessu á vef sínum en þar er því haldið fram að tökur munu fara fram í Skaftafelli og uppi á Svínafelli. Segir Nútíminn að Chan muni koma á einkaþotu sinni til landsins í næstu viku og að henni verði lent á Reykjavíkurflugvelli. Í myndinni mun Jackie Chan leika kínverska fornleifafræðinginn Jack sem reynir að finna týndan fjársjóð Magadha-veldisins ásamt indverska prófessornum Ashmita og aðstoðarmanninum Kyra.Á vef IMDb er söguþráður myndarinnar rakinn í grófum dráttum en þar segir að að þau finni leifar konunglegs hers í tíbeskum íshelli, en herinn hvarf á sínum tíma ásamt fjársjóðnum. Í tíbeskum íshelli finna þau leifar af konunglegum her sem hvarf ásamt fjársjóðnum.Talið er að myndin verði frumsýnd í Kína seinna á árinu.Í hellinum verða þau fyrir áhlaupi Randall, sem er afkomandi leiðtoga hersins. Nútíminn segir að senurnar sem teknar verða upp hér á landi eigi að gerast í íshellinum. Tökur á myndinni hófust í Kína í september og héldu svo áfram í Dubai. Talið er að hún verði frumsýnd í Kína seinna á árinu en ekki er enn búið að tilkynna frumsýningardag. Jackie Chan er ein helsta hasarstjarna samtímann þrátt fyrir að vera orðinn 62 ára gamall. Hann er með sex myndir í pípunum en ferill hans spannar ríflega 50 ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein