Hús íslenskunnar á Melunum Guðrún Nordal skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun