Hús íslenskunnar á Melunum Guðrún Nordal skrifar 15. febrúar 2016 07:00 Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum var hér í blaðinu greint frá hugmyndum um höfðingjasetur í landi Helgafells í Mosfellsbæ þar sem svokallaðri gullöld Íslendinga yrðu gerð skil. Vísað er í bréf Halldórs Þorgeirssonar og Úlfs Hróbjartssonar til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þess efnis að það sé „helst í Árnastofnun og Þjóðmenningarhúsi sem hægt er að kynna sér þessa þætti en hvort tveggja er mjög þurr og þröng nálgun á þetta blómaskeið Íslands sögunnar“. Um leið og ég fagna þeim félögum í hóp þeirra sem vilja gera íslenska miðaldamenningu sýnilegri, verð ég að leiðrétta bagalegan misskilning er fram kemur í bréfi þeirra til Mosfellinga. Í Árnastofnun er engin aðstaða til sýningar á handritum þjóðarinnar eða íslenskri miðaldamenningu, og því er í bréfinu vísað í sýningar og nálgun sem ekki eru til. Með fréttinni er mynd af heimsókn Danadrottningar í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar árið 2013. Hún skoðar þar sýningu sem var um árabil í Þjóðmenningarhúsi, nú Safnahúsi, en var lokað síðar það ár. Þegar handritunum var búinn staður í Árnagarði fyrir 45 árum var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu, enda á þeim tíma lögð höfuðáhersla á aðstöðu til varðveislu og rannsókna. Ný umgjörð um handritin og önnur söfn stofnunarinnar, þá miklu rannsóknarstarfsemi og kennslu sem er innan Árnastofnunar og Háskóla Íslands í íslenskum bókmenntum og tungu, var því orðin löngu tímabær þegar Háskólinn og stjórnvöld hófu framkvæmdir við nýtt Hús íslenskunnar. Þær framkvæmdir hafa því miður legið niðri í þrjú ár. Nú er ekki hægt að sjá Konungsbók eddukvæða og helstu handrit þjóðarinnar á sýningu í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Hvernig þætti okkur að koma til Aþenu og fá ekki að sjá Akrópólis? Í nýrri byggingu verður frábært sýningarrými fyrir handritin og breytilegar sýningar, og glæsileg aðstaða fyrir gesti og gangandi. Tapaður tími þar til Húsið rís er sama og glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og íslenska tungu – og auðvitað fyrir alla þá sem missa af því að upplifa handritin sjálf.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun