Leo, Larson og Revenant sigra samkvæmt greiningardeild Arion Ásgeir Erlendsson skrifar 28. febrúar 2016 19:00 Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna í kvöld fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Veðbankar eru þó ekki sigurvissir fyrir hans hönd en líklegast er talið að Ennio Morrione hljóti styttuna eftirsóttu fyrir tónlist í myndinni Hateful Eight. Erna Björg Sverrisdóttir hagfræðingur í greiningardeild Arion banka setti saman spálíkan fyrir óskarsverðlaunin í kvöld. Samkvæmt greiningardeildinni verða þetta sigurvegarar kvöldsins. „Það verður Leo, Brie Larson og The Revenant samkvæmt okkar spá. Þetta er bara byggt á tölfræðinni. Þetta er ekki byggt á neinu listrænu auga af okkar hálfu“ Þetta er í þriðja sinn sem Leonardo Di Capri er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og aðdáendur hans um allan heim vonast eftir að nú sé loks komið að honum. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á hvort hann eigi það skilið eða ekki en hann er líklegastur til að vinna í kvöld. Við höfum reynt fyrir okkur tvisvar, spáð vitlaust í bæði skipin. Vorum reyndar töluvert nær því í seinna skiptið heldur en fyrra skiptið.“ Erna vonar að greiningardeildin hafi rétt fyrir sér í þetta skipti. „Það er mikið í húfi fyrir okkur, heiðurinn“. Segir Erna. Óskarsverðlaunin hefjast klukkan 1:30 í nótt að íslenskum tíma. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Óskarsverðlauna í kvöld fyrir bestu frumsömdu tónlistina í kvikmyndinni Sicario. Veðbankar eru þó ekki sigurvissir fyrir hans hönd en líklegast er talið að Ennio Morrione hljóti styttuna eftirsóttu fyrir tónlist í myndinni Hateful Eight. Erna Björg Sverrisdóttir hagfræðingur í greiningardeild Arion banka setti saman spálíkan fyrir óskarsverðlaunin í kvöld. Samkvæmt greiningardeildinni verða þetta sigurvegarar kvöldsins. „Það verður Leo, Brie Larson og The Revenant samkvæmt okkar spá. Þetta er bara byggt á tölfræðinni. Þetta er ekki byggt á neinu listrænu auga af okkar hálfu“ Þetta er í þriðja sinn sem Leonardo Di Capri er tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki og aðdáendur hans um allan heim vonast eftir að nú sé loks komið að honum. „Ég ætla ekki að leggja neitt mat á hvort hann eigi það skilið eða ekki en hann er líklegastur til að vinna í kvöld. Við höfum reynt fyrir okkur tvisvar, spáð vitlaust í bæði skipin. Vorum reyndar töluvert nær því í seinna skiptið heldur en fyrra skiptið.“ Erna vonar að greiningardeildin hafi rétt fyrir sér í þetta skipti. „Það er mikið í húfi fyrir okkur, heiðurinn“. Segir Erna. Óskarsverðlaunin hefjast klukkan 1:30 í nótt að íslenskum tíma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira