Fifty Shades of Gray versta mynd síðasta árs Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 10:31 Fifty Shades of Gray naut mikilla vinsælda, þrátt fyrir að vera greinilega alveg hræðileg. Stikla Fifty Shades of Gray var ótvíræður „sigurvegari“ á Razzie-verðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Razzie-verðlaunin eru skammarverðlaun sem eru afhent degi fyrir Óskarsverðlaunin á ári hverju en þeim er ætlað að verðlauna það versta sem komið hefur frá Hollywood það árið. Alls féllu fimm verðlaun í skaut Fifty Shades of Gray. Dakota Johnson, sem fór með hlutverk Anastasiu í myndinni, var valin versta leikkonan í aðalhlutverki og mótleikari hennar Jamie Dornan, Gray sjálfur, var valinn versti leikarinn. Þau þóttu ekki einungis slæm í sitthvoru lagi heldur voru þau einnig heiðruð fyrir að vera versta leikaraparið sem birtist á hvíta tjaldinu í fyrra. Þá fékk myndin einnig verðlaun fyrir versta handritið. Í ljósi allra þessara verðlauna skal enga undra að Fifty Shades of Gray hafi verið talin versta mynd síðasta árs – en þeim verðlaunum deildi hún þó með kvikmyndinni Fantastic Four sem þótti álíka afleit. Fantastic Four veitti Fifty Shades of Gray harða samkeppni og hirti meðal annars verðlaun fyrir verstu framhaldsmynd síðasta árs sem og fyrir verstu leikstjórn. Eddie Redmayne, sem fékk Óskarinn í fyrra fyrir leik sinn í The Theory of Everything þar sem hann brá sér í hlutverk Stephen Hawking, var valinn versti aukaleikarinn. Það var frammistaða hans í framtíðarspennutryllinum Jupiter Ascending sem urðu til þess að Razzie-verðlaunin féllu í hans skaut í ár. Sem fyrr segir fer Óskarsverðalaunahátíðin fram í nótt þar sem búist er við því að The Revenant muni sópa að sér verðlaunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fifty Shades of Gray var ótvíræður „sigurvegari“ á Razzie-verðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Razzie-verðlaunin eru skammarverðlaun sem eru afhent degi fyrir Óskarsverðlaunin á ári hverju en þeim er ætlað að verðlauna það versta sem komið hefur frá Hollywood það árið. Alls féllu fimm verðlaun í skaut Fifty Shades of Gray. Dakota Johnson, sem fór með hlutverk Anastasiu í myndinni, var valin versta leikkonan í aðalhlutverki og mótleikari hennar Jamie Dornan, Gray sjálfur, var valinn versti leikarinn. Þau þóttu ekki einungis slæm í sitthvoru lagi heldur voru þau einnig heiðruð fyrir að vera versta leikaraparið sem birtist á hvíta tjaldinu í fyrra. Þá fékk myndin einnig verðlaun fyrir versta handritið. Í ljósi allra þessara verðlauna skal enga undra að Fifty Shades of Gray hafi verið talin versta mynd síðasta árs – en þeim verðlaunum deildi hún þó með kvikmyndinni Fantastic Four sem þótti álíka afleit. Fantastic Four veitti Fifty Shades of Gray harða samkeppni og hirti meðal annars verðlaun fyrir verstu framhaldsmynd síðasta árs sem og fyrir verstu leikstjórn. Eddie Redmayne, sem fékk Óskarinn í fyrra fyrir leik sinn í The Theory of Everything þar sem hann brá sér í hlutverk Stephen Hawking, var valinn versti aukaleikarinn. Það var frammistaða hans í framtíðarspennutryllinum Jupiter Ascending sem urðu til þess að Razzie-verðlaunin féllu í hans skaut í ár. Sem fyrr segir fer Óskarsverðalaunahátíðin fram í nótt þar sem búist er við því að The Revenant muni sópa að sér verðlaunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira