Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 06:00 Hin 208 cm Bernadett Határ á æfingu ungverska landsliðsins í gær. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið fær ósigrað lið Ungverja í heimsókn í Laugardalshöllina í kvöld. Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir hefur stimplað sig inn í landsliðið í vetur en hún er yngst í liðinu og langyngst af þeim sjö sem hafa spilað í meira en 45 mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni Evrópukeppninnar. Sandra Lind hefur hækkað stigaskor sitt með hverjum leik en hún átti líka mjög flotta innkomu í fyrsta Evrópuleik sinn úti í Ungverjalandi þar sem hún tók meðal annars níu fráköst innan um stóru stelpurnar í ungverska liðinu. „Þær eru stórar og sterkar en núna vitum við betur við hverju við eigum að búast og hvað við þurfum að gera,“ segir Sandra. Ungverjar unnu Slóvakíu með einu stigi í toppslag riðilsins á laugardag og eru eina taplausa lið íslenska riðilsins. „Vonandi verða þær bara með of mikið sjálfstraust í byrjun,“ segir Sandra Lind. „Við þurfum að gera ennþá betur í vörninni og leyfa þeim ekki að taka fráköstin. Það vantar smá sjálfstraust í sóknarleikinn okkar því við þurfum að gera þetta eins og við erum vanar. Við þurfum bara að vera tilbúnar í að taka fríu skotin. Maður verður að hafa smá trú á sér,“ segir Sandra Lind og það hefur hún sýnt í verki í fyrstu þremur leikjunum.Sandra Lind í leik með landsliðinu.Vísir/ErnirSandra Lind er ekkert að fara kljást við neinn venjulegan leikmann í kvöld því í ungverska liðinu er hin 208 sentímetra háa Bernadett Határ. Sandra fékk að reyna sig á móti henni í fyrri leiknum. „Það er mjög erfitt að dekka svona stóran leikmann. Ég var kannski að stíga hana út og þá tók hún bara frákastið fyrir ofan mig. Þær voru samt með aðra stóra sem var betri en hún,“ segir Sandra Lind en þar er hún að tala um hina frábæru Tijana Krivacevic sem skoraði 27 stig á íslenska liðið. Báðar eru þær mun stærri en Sandra Lind og það kallar á aðeins öðruvísi vörn sem Sandra er staðráðin í að nýta sér. „Þegar maður er minni þá má maður oft ýta meira í þær,“ segir Sandra létt. Andstæðingar íslenska liðsins leggja ofurkapp á að stoppa Helenu Sverrisdóttur og Sandra segir að hinar í liðinu þurfi að nýta sér það betur. Hún hefur gert það sjálf og skorað meira með hverjum leiknum. „Hin liðin eru að einbeita sér mjög mikið að Helenu og þá er maður kannski aðeins meira opin,“ segir Sandra hógvær.Határ á æfingunni í gær.Vísir/Ernir„Við ætlum okkur að sýna það að við eigum heima í þessari Evrópukeppni. Við þurfum að sýna okkur og öðrum það að við eigum alveg möguleika í þessi stóru lið og að við séum að gera eitthvað almennilegt hérna heima,“ segir Sandra Lind sem er yngst í landsliðinu en ein af þeim elstu í Keflavíkurliðinu þar sem meðalaldurinn er langt undir tvítugu. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld og má búast við því að margir vilji sjá íslensku stelpurnar reyna sig á móti þessu sterka liði sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. „Ég held að það verði líka vel mætt á morgun (í kvöld). Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær tækifæri til að sjá svona stóra stelpu,“ segir Sandra Lind að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira