Unga fólkið og svikin Benóný Harðarson skrifar 9. mars 2016 09:50 Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ekki bara á Íslandi, heldur í mörgum Evrópulöndum, eru að koma fram athyglisverðar tölur. Ungt fólk á aldrinum 21- 35 ára hefur það verra heldur en foreldrar þeirra höfðu það þegar þeir voru ungir. Auk þess eru laun ungs fólks í dag lægri, skuldirnar hærri og greiðslubyrði fyrir húsnæði er hærri. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur beint kröftum sínum að því að hjálpa tveimur þjóðfélagshópum. Fyrst mokaði ríkisstjórnin peningum úr ríkissjóði til þess að leiðrétta lán fólks á miðjum aldri og eldra fólki, en ljóst er að þetta hjálpaði þeim sem höfðu milliháar og háar tekjur mest. Ungt fólk fékk nánast ekkert af þessum 80 milljörðum. Þegar ríkisstjórnin var búin að moka þessum 80 milljörðum úr ríkissjóði lækkaði hún gjaldið fyrir auðlindir okkar. Ekki hjálpar það heldur ungu fólki, því eins og flestir vita hjálpar það þeim sem teljast til ríkasta 1% á Íslandi. Er það sanngjarnt? Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands hafa heildartekjur ungs fólks á aldrinum 25-39 ára dregist saman um tæplega 59 þúsund krónur á mánuði frá aldamótum, sem gerir um 708.000 krónur á ári. Tekjur allra annarra aldurshópa hafa hækkað frá árinu 2000, en þrátt fyrir það virðist sem þetta fólk hafi fengið mest úr ríkissjóði eftir hrun. Er það sanngjarnt?En hvað er til ráða? Ég tel að það sé ákall í íslensku samfélagi um breytingar. Ákall um sanngjarnara og fjölskylduvænna samfélag. Ríki og sveitarfélög þurfa að taka sig saman og gera ungu fólki kleift að starfa og búa á Íslandi, því þó að margir velji að flytja erlendis til að mennta sig og starfa þá leitar hugurinn alltaf aftur heim. Við fáum ekki þetta vel menntaða fólk heim aftur nema að lífskjör verði sambærileg hér og í nágrannalöndunum. Fæðingarorlof þarf að lengja. Það ætti að vera 12 mánuðir og þakið á greiðslum frá fæðingarorlofssjóði þarf að hækka. Engin úrræði eru til staðar eftir að fæðingarorlofi lýkur en það er ekki í boði í nútímasamfélagi. Leikskólar taka inn börn frá 12 mánaða aldri en sú þjónusta á að vera gjaldfrjáls. Það er í raun ótrúlegt að þetta fyrsta skólastig okkar sé ekki enn orðið gjaldfrjálst eins og grunnskólinn. Byggja þarf upp öflug leigufélög sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og sveitarfélög og ríki þurfa að taka sig saman um þessa uppbyggingu. Það er ekki aðeins húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, og finna þarf leið til þess að það sé mögulegt að byggja húsnæði á sem flestum stöðum á landinu. Námslán ættu að vera styrkur að hluta til. Í dag vinna margir með háskólanámi til að taka lægri námslán, og það fólk er jafnvel lengri tíma að klára nám. Það er líka dýrt fyrir samfélagið því hver auka önn í háskóla kostar hundruð þúsunda fyrir samfélagið. Heilbrigðisþjónusta á að vera fyrsta flokks og gjaldfrjáls. Í dag lesum við alls konar sögur í fjölmiðlum um að fólk greiði tugi þúsunda fyrir að leita sér læknisþjónustu. Þetta er ekki boðlegt í norrænu velferðarsamfélagi, því þessa þjónustu erum við búin að greiða með sköttunum okkar. Við þurfum banka sem hugsa um samfélagið en ekki aðeins um að hámarka hagnað, banka sem heldur þjónustugjöldum og vöxtum niðri, banka sem borgar starfsfólki sínu góð og sanngjörn laun en er laus við bankabónusa og annað sem minnkar tiltrú fólks á fjármálastofnunum.Er þetta draumsýn? Við Íslendingar eigum ótrúlegt magn af auðlindum. Við eigum fiskinn í sjónum, við eigum rafmagnið, náttúruna og hreina vatnið. Ef við notum arðinn af þessum auðlindum skynsamlega eru þetta raunhæf markmið. Við sem þjóð verðum að gera samfélagssáttmála um þessi atriði. Ef við gerum það munu allir hafa það betra í nútíð og framtíð, og það hlýtur alltaf að vera lokamarkmið okkar sem þjóðar að allir hafi það betra að lokum. Það eru kosningar eftir rúmt ár. Ég tel að þær kosningar muni snúast um það í hvernig samfélagi við viljum búa, og hvort við viljum ekki gera samfélagið okkar sjálfbært, sanngjarnt, félagslegt og fjölskylduvænt.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun