Hugleiðingar um ferðaþjónustu á Íslandi Snorri Snorrason skrifar 7. mars 2016 00:00 Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar