Hjarta landsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun