Björgunaraðgerðir Landsbankans Stjórnarmaðurinn skrifar 16. mars 2016 12:00 Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Bankasýslan hefur skilað áliti sínu á sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Samkvæmt nýlegu verðmati var hluturinn seldur á einungis fjórðungi markaðsvirðis, og því ljóst að Landsbankinn varð af fjórum til sex milljörðum króna vegna viðskiptanna. Ekki er um neinn ánægjulestur að ræða fyrir Landsbankamenn en Bankasýslan kemst að þeirri niðurstöðu að rökstuðningur Landsbankans fyrir sölunni hafi verið ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu um að selja hlutinn auk þess sem verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Auðvelt er að taka undir þessa gagnrýni fyrir þá sem til málsins þekkja. Hvers vegna var annars enginn fyrirvari gerður vegna valréttar Borgunar í tengslum við sameiningu Visa Europe og Visa International, líkt og Landsbankinn gerði sannanlega við söluna á Valitor? Hvernig má líka vera að Landsbankinn hafi enga tilraun gert til að kynna sér starfsemi Borgunar, þar á meðal tilvist valréttarins, jafnvel þótt þeir hafi haft fullan aðgang að svokölluðu gagnaherbergi til jafns við kaupendur? Afsakanir um að Landsbankinn hafi ekki verið virkur hluthafi eru haldlitlar í þessu samhengi. Þeim láðist einfaldlega að vinna vinnuna sína. Það er ekki refsivert eða sérstaklega ámælisvert að tapa peningum. Viðskipti eru einfaldlega þess eðlis að hættan á slíku er alltaf fyrir hendi. Vogun vinnur, vogun tapar. Hins vegar er ámælisvert að vinna ekki vinnuna sína. Borgunarmálið hefur þegar haft ýmiss konar áhrif. Fyrir það fyrsta þá hefur það sýnt sig að fjölmiðlar fylgjast með starfsemi fyrirtækja í landinu, þótt þeir eigi það til að einblína á furðulegustu hluti. Í þessu tilviki, rétt eins og í Símamálinu, verður hins vegar ekki annað sagt en að blaðamenn hafi staðið vaktina. Málið hefur einnig orðið til þess að Landsbankinn hefur breytt verklagi sínu vegna sölu á eignarhlutum í félögum sem framvegis skal fara fram fyrir opnum tjöldum. Stærstu afleiðingarnar eru hins vegar þær, eins og fjármálaráðherra hefur bent á, að orðspor Landsbankans hefur beðið hnekki. Slíkt er ekki til þess fallið að auka verðmæti banka sem til stendur að selja. Bankasýslan kallaði eftir því að bankinn gripi til frekari aðgerða til að laga orðspor sitt. Ekki er seinna vænna ef bjarga á verðmætum skattgreiðenda, sem eiga jú óbeinan hlut í Landsbankanum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira