Tækifærunum fjölgar Inga María Árnadóttir skrifar 14. mars 2016 12:00 Það er og verður alltaf mikilvægt að gagnrýna störf þeirra er sitja við stjórnvölinn. Það veitir aðhald og skapar málefnalega umræðu. En hvort sem maður er fullorðinn eða barn getur það valdið vonbrigðum, pirringi eða reiði, ef hvorki hrós né önnur jákvæð viðbrögð eru gefin við góðu framtaki. Einhverjum gæti þótt einkennilegt að ég skuli fyllast stolti yfir annarra manna afreki en nú finn ég mig knúna til að nýta þá takmörkuðu þekkingu sem ég hef í uppeldisfræði og hæla þeim jákvæðu breytingum sem eru í vændum á heilsugæslunni.Breytt fyrirkomulag á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Fram til þessa hefur fjármögnun heilsugæslustöðva á Íslandi fyrst og fremst miðast út frá fjárlögum áranna á undan. Nú stendur hins vegar til að breyta fyrirkomulaginu þannig að úthlutun fjármagns til reksturs heilsugæslunnar endurspegli þann sjúklingahóp sem hver stöð þjónar. Hópurinn sem skráður er hjá hverri stöð er skilgreindur eftir líklegri þörf fyrir þjónustu. Því fær heilsugæslustöð t.d. meira greitt fyrir sjúkling sem er aldraður og með þunga sjúkdómsbyrði eða konu sem er barnshafandi heldur en þann sem er almennt við góða heilsu. Með því að láta fjármagnið fylgja sjúklingnum skapast samkeppni á milli stöðva til að veita sem besta þjónustu til þess að halda fjármagninu í viðkomandi stöð. Í dag er heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti rekin af ríkinu, að frátöldum tveimur einkareknum heilsugæslustöðvum sem reknar eru í samstarfi við ríkið, og fjármögnuð með skatttekjum. Annars staðar á Norðurlöndunum er þjónusta heilsugæslunnar almennt ekki á hendi opinberra aðila heldur einkaaðila. Hefur það gefist vel, enda sveigjanleiki til að umbuna starfsfólki meiri sem skilar sér í betri þjónustu við skjólstæðinga. Nú stendur til að fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár á þessu ári. Auglýst verður eftir rekstraraðilum sem uppfylla kröfur til rekstrarins sem þarf annaðhvort að vera á hendi opinberrar stofnunar eða félags sem stofnað er um rekstur stöðvarinnar. Slíkt félag skal verða sjálfstæður lögaðili og meirihluti eigenda verður að vera heilbrigðisstarfsfólk sem starfar við stöðina, í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þá verður óheimilt að taka arð út úr rekstri heilsugæslustöðvanna. Þetta grundvallaratriði kemur í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti tekið að sér reksturinn í hagnaðarskyni og því skilar hagnaður af rekstrinum sér í frekari uppbyggingu á stöðinni.Fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu Útgjöld til heilbrigðismála vaxa hratt á Íslandi og hefur OECD spáð því að ef ekkert verður að gert muni útgjöldin nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu árið 2050. Íslenska heilbrigðiskerfið yrði þannig það dýrasta í heimi. OECD metur svo að heilbrigðismál verði helsta viðfangsefni ríkisstjórna á Vesturlöndum næstu áratugina. Stjórnmálamenn verða því að setja heilbrigðismálin í forgang og finna leiðir til nýta fjárveitingarnar betur í stað þess að auka útgjöld á sama tíma og fólki er tryggð sómasamleg heilbrigðisþjónusta. Aukinn einkarekstur getur leyst vandann að hluta en hann gerir hinu opinbera kleift að auka þjónustu og framkvæma meira en ella með tilkomu fjármagnsins sem einkaaðilinn leggur til. Þannig er hægt að ráðast út í framkvæmdir sem hefðu annars ekki rúmast innan fjárheimilda hins opinbera.Samstarf einkaaðila og hins opinberaFjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins byggist á almennri skattlagningu og ríkið sér um að deila út fjármunum til reksturs þess. Sú skoðun, að allir skuli hafa jafnan aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, er mjög rík í þjóðarsál Íslendinga. Um það ríkir þverpólitísk sátt og því mun fólk ekki verða látið reiða sig á einkatryggingar til viðbótar við opinbera tryggingu til að greiða fyrir grunnheilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum eins og þekkist t.d. í Bandaríkjunum. Einkarekin grunnþjónusta er þannig veitt af einkaaðilum en að hluta eða öllu leyti greidd af hinu opinbera. Umræðan um einkavæðingu er því villandi en orðið einkaframkvæmd hefur t.a.m. verið notað yfir enska hugtakið „public-private partnership“ en það lýsir ekki samstarfinu á milli einkaaðila og hins opinbera. Slík umfjöllun elur á misskilningi þess eðlis að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu leiði til aukinnar greiðsluþátttöku sjúklinga þar sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að hið opinbera greiði með þjónustunni. Ljóst að aukin aðkoma einkaaðila í heilbrigðisþjónustu hefur margt gott fram að færa. Með því að auka fjölbreytileika í rekstri heilbrigðisþjónustunnar verður þjónustan við sjúklingana betri, aukinn sveigjanleiki skapast til að umbuna starfsfólkinu og starfsumhverfið eftirsóknarverðara. Tækifærum fjölgar og þannig skapast hvati fyrir ungt fólk til að sækja í auknum mæli í þessi störf. Þar að auki hefur stefna stjórnvalda markvisst verið að auka hlut kvenna í atvinnulífinu frá því að Jóhanna Sigurðardóttir kom af stað styrkjum til atvinnumála kvenna. Víðast hvar eru konur í meirihluta þeirra sem starfa við heilbrigðis- og umönnunarþjónustu. Því mætti einnig líta á aukningu á einkarekstri á þessu sviði sem leið til að auka hlut kvenna í atvinnurekstri þar sem rekstraraðilar þurfa að uppfylla ofangreindar kröfur. Höfundur er hjúkrunarfræðinemi og skrifar á www.romur.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er og verður alltaf mikilvægt að gagnrýna störf þeirra er sitja við stjórnvölinn. Það veitir aðhald og skapar málefnalega umræðu. En hvort sem maður er fullorðinn eða barn getur það valdið vonbrigðum, pirringi eða reiði, ef hvorki hrós né önnur jákvæð viðbrögð eru gefin við góðu framtaki. Einhverjum gæti þótt einkennilegt að ég skuli fyllast stolti yfir annarra manna afreki en nú finn ég mig knúna til að nýta þá takmörkuðu þekkingu sem ég hef í uppeldisfræði og hæla þeim jákvæðu breytingum sem eru í vændum á heilsugæslunni.Breytt fyrirkomulag á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Fram til þessa hefur fjármögnun heilsugæslustöðva á Íslandi fyrst og fremst miðast út frá fjárlögum áranna á undan. Nú stendur hins vegar til að breyta fyrirkomulaginu þannig að úthlutun fjármagns til reksturs heilsugæslunnar endurspegli þann sjúklingahóp sem hver stöð þjónar. Hópurinn sem skráður er hjá hverri stöð er skilgreindur eftir líklegri þörf fyrir þjónustu. Því fær heilsugæslustöð t.d. meira greitt fyrir sjúkling sem er aldraður og með þunga sjúkdómsbyrði eða konu sem er barnshafandi heldur en þann sem er almennt við góða heilsu. Með því að láta fjármagnið fylgja sjúklingnum skapast samkeppni á milli stöðva til að veita sem besta þjónustu til þess að halda fjármagninu í viðkomandi stöð. Í dag er heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti rekin af ríkinu, að frátöldum tveimur einkareknum heilsugæslustöðvum sem reknar eru í samstarfi við ríkið, og fjármögnuð með skatttekjum. Annars staðar á Norðurlöndunum er þjónusta heilsugæslunnar almennt ekki á hendi opinberra aðila heldur einkaaðila. Hefur það gefist vel, enda sveigjanleiki til að umbuna starfsfólki meiri sem skilar sér í betri þjónustu við skjólstæðinga. Nú stendur til að fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár á þessu ári. Auglýst verður eftir rekstraraðilum sem uppfylla kröfur til rekstrarins sem þarf annaðhvort að vera á hendi opinberrar stofnunar eða félags sem stofnað er um rekstur stöðvarinnar. Slíkt félag skal verða sjálfstæður lögaðili og meirihluti eigenda verður að vera heilbrigðisstarfsfólk sem starfar við stöðina, í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þá verður óheimilt að taka arð út úr rekstri heilsugæslustöðvanna. Þetta grundvallaratriði kemur í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti tekið að sér reksturinn í hagnaðarskyni og því skilar hagnaður af rekstrinum sér í frekari uppbyggingu á stöðinni.Fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu Útgjöld til heilbrigðismála vaxa hratt á Íslandi og hefur OECD spáð því að ef ekkert verður að gert muni útgjöldin nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu árið 2050. Íslenska heilbrigðiskerfið yrði þannig það dýrasta í heimi. OECD metur svo að heilbrigðismál verði helsta viðfangsefni ríkisstjórna á Vesturlöndum næstu áratugina. Stjórnmálamenn verða því að setja heilbrigðismálin í forgang og finna leiðir til nýta fjárveitingarnar betur í stað þess að auka útgjöld á sama tíma og fólki er tryggð sómasamleg heilbrigðisþjónusta. Aukinn einkarekstur getur leyst vandann að hluta en hann gerir hinu opinbera kleift að auka þjónustu og framkvæma meira en ella með tilkomu fjármagnsins sem einkaaðilinn leggur til. Þannig er hægt að ráðast út í framkvæmdir sem hefðu annars ekki rúmast innan fjárheimilda hins opinbera.Samstarf einkaaðila og hins opinberaFjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins byggist á almennri skattlagningu og ríkið sér um að deila út fjármunum til reksturs þess. Sú skoðun, að allir skuli hafa jafnan aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, er mjög rík í þjóðarsál Íslendinga. Um það ríkir þverpólitísk sátt og því mun fólk ekki verða látið reiða sig á einkatryggingar til viðbótar við opinbera tryggingu til að greiða fyrir grunnheilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum eins og þekkist t.d. í Bandaríkjunum. Einkarekin grunnþjónusta er þannig veitt af einkaaðilum en að hluta eða öllu leyti greidd af hinu opinbera. Umræðan um einkavæðingu er því villandi en orðið einkaframkvæmd hefur t.a.m. verið notað yfir enska hugtakið „public-private partnership“ en það lýsir ekki samstarfinu á milli einkaaðila og hins opinbera. Slík umfjöllun elur á misskilningi þess eðlis að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu leiði til aukinnar greiðsluþátttöku sjúklinga þar sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að hið opinbera greiði með þjónustunni. Ljóst að aukin aðkoma einkaaðila í heilbrigðisþjónustu hefur margt gott fram að færa. Með því að auka fjölbreytileika í rekstri heilbrigðisþjónustunnar verður þjónustan við sjúklingana betri, aukinn sveigjanleiki skapast til að umbuna starfsfólkinu og starfsumhverfið eftirsóknarverðara. Tækifærum fjölgar og þannig skapast hvati fyrir ungt fólk til að sækja í auknum mæli í þessi störf. Þar að auki hefur stefna stjórnvalda markvisst verið að auka hlut kvenna í atvinnulífinu frá því að Jóhanna Sigurðardóttir kom af stað styrkjum til atvinnumála kvenna. Víðast hvar eru konur í meirihluta þeirra sem starfa við heilbrigðis- og umönnunarþjónustu. Því mætti einnig líta á aukningu á einkarekstri á þessu sviði sem leið til að auka hlut kvenna í atvinnurekstri þar sem rekstraraðilar þurfa að uppfylla ofangreindar kröfur. Höfundur er hjúkrunarfræðinemi og skrifar á www.romur.is
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun