Sjáðu Trump og Rubio takast á um hvort múslimar hati Bandaríkin Bjarki Ármannsson skrifar 11. mars 2016 08:18 Rubio reyndi að svara fordómafullum ummælum Trump fullum hálsi, en gerði það ekki vel. Vísir/EPA Þeir fjórir frambjóðendur sem enn sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum tóku þátt í kappræðum í Miami í nótt. Ummæli Donald Trump, sem enn mælist með mest fylgi fjórmenninganna, um íslamstrú og viðbrögð við þeim vöktu hvað mesta athygli í kappræðunum. Trump hafði látið þau ummæli falla í viðtali við CNN daginn áður að „íslam hatar okkur,“ og átti þá við Bandaríkin. Spurður út í það í kappræðunum í nótt hvort hann ætti við allan þann rúma einn og hálfa milljarð múslima sem býr um heim allan, svaraði Trump: „Ég á við ansi marga þeirra.“ Trump, sem áður hefur sagst ætla að meina múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum verði hann forseti, uppskar talsvert lófaklapp fyrir svar sitt. Þingmaðurinn Marco Rubio reyndi að svara keppinauti sínum fullum hálsi en svarið var nokkuð aumkunarvert, líkt og bandaríska fréttaveitan Vox bendir á. Vox hefur klippt myndband af svörum þeirra Trump og Rubio og bendir á að sá síðarnefndi virðist svara Trump á þann veg að ekki eigi að fordæma múslima vegna þess að múslimar gætu nýst Bandaríkjamönnum – meðal annars með því að snúa til kristinnar trúar eða ganga í bandaríska herinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Gengið verður til atkvæða í fimm ríkjum þann 15. mars næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00 Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56 Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30 Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Þeir fjórir frambjóðendur sem enn sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum tóku þátt í kappræðum í Miami í nótt. Ummæli Donald Trump, sem enn mælist með mest fylgi fjórmenninganna, um íslamstrú og viðbrögð við þeim vöktu hvað mesta athygli í kappræðunum. Trump hafði látið þau ummæli falla í viðtali við CNN daginn áður að „íslam hatar okkur,“ og átti þá við Bandaríkin. Spurður út í það í kappræðunum í nótt hvort hann ætti við allan þann rúma einn og hálfa milljarð múslima sem býr um heim allan, svaraði Trump: „Ég á við ansi marga þeirra.“ Trump, sem áður hefur sagst ætla að meina múslimum aðgöngu að Bandaríkjunum verði hann forseti, uppskar talsvert lófaklapp fyrir svar sitt. Þingmaðurinn Marco Rubio reyndi að svara keppinauti sínum fullum hálsi en svarið var nokkuð aumkunarvert, líkt og bandaríska fréttaveitan Vox bendir á. Vox hefur klippt myndband af svörum þeirra Trump og Rubio og bendir á að sá síðarnefndi virðist svara Trump á þann veg að ekki eigi að fordæma múslima vegna þess að múslimar gætu nýst Bandaríkjamönnum – meðal annars með því að snúa til kristinnar trúar eða ganga í bandaríska herinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Gengið verður til atkvæða í fimm ríkjum þann 15. mars næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00 Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56 Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30 Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00 Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Líkir Trump við bæði Hitler og Mussolini "Harðskeyttur málflutningur á borð við þennan hefur leitt til hrikalegra atburða í mannkynssögunni. Þannig komst Mussolini til valda, þannig komst Hitler til valda,“ sagði forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, um málflutning Donalds Trump í viðtali við mexíkóska dagblaðið Excelsior í gær. 9. mars 2016 07:00
Rekinn úr landi vegna ummæla um Donald Trump á Facebook Ungur maður frá Egyptalandi er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum eftir að hann sagði að heimurinn myndi þakka honum fyrir að myrða forsetaframbjóðandann. 8. mars 2016 08:56
Repúblikana skortir góðan leiðtoga Flokkurinn er illa staddur hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. 6. mars 2016 19:30
Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna. 9. mars 2016 07:00
Rifrildi á skólalóð frekar en pólitískar rökræður Donald Trump mátti þola harðari árásir en áður frá þeim Marco Rubio og Ted Cruz í kappræðum repúblikana í gær sem fram fóru í Detroit. 4. mars 2016 07:53