Um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi Björn Teitsson skrifar 10. mars 2016 19:50 Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Tengdar fréttir „Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nokkrir punktar um brotthvarf Jóns Sigmundssonar af Laugavegi og frétt á RÚV - Fréttir þar sem verslunareigandi fékk óáreittur að segja að verslun hafi verið á undanhaldi vegna lokunar (sem ætti auðvitað að kallast „opnunar“) Laugavegs á sumrin. Það er nákvæmlega EKKERT sem styður þessa fullyrðingu. Þvert á móti: 1. Flest bendir til þess að verslun blómstri þessar vikur sem lokað er fyrir bílaumferð, nema einmitt frá Snorrabraut til Vatnsstígs, þar sem bílaumferð er enn, óskiljanlega, leyfð. Þetta kom vel fram í verkefni sem Borghildur vann um Laugaveginn. 2. Það virðist vera einkennandi fyrir þá fáu verslunareigendur sem kvarta undan lokun f bílaumferð, að líta aldrei í eigin barm. Þetta eru verslanir sem notast til að mynda ekkert, þá meina ég EKKERT, við nútímamarkaðsfræði, notast ekki við samfélagsmiðla, notast ekki einu sinni við internetið! Ekki í markaðssetningu, kynningu og ekki í verslun. Það gengur einfaldlega ekki í nútímaverslun og kemur bílum ekkert við. 3. Aðgengi fyrir akandi fólk í miðbænum breytist ekkert við lokun f bílaumferð á Laugavegi. Þar eru bílastæði teljandi á fingrum annarrar handar, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Aðgangur að bílastæðahúsum er sá sami, allt árið um kring. Þar eru ALLTAF laus stæði, og hægt er að sjá hvar eru laus stæði í rauntíma á heimasíðu bílastæðasjóðs. 4. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að átta sig á því að fólk sem er inni í bíl, getur ekki komist inn í verslun. Það skemmir fyrir verslun, að fólk sé inni í bíl. Það greiðir hins vegar fyrir verslun, að fólk sé gangandi og fylli miðbæinn. 5. Fjöldi fólks, ég þar með talinn, hef kosið að versla ekki við verslunareigendur sem eru viljandi að standa í vegi fyrir betra borgarlífi. Ég myndi hiklaust mæla með því við aðra verslunareigendur að standa frekar með fólki, frekar en að standa með einkabílnum. Trúið mér, þið eigið eftir að græða á því. 6. Eigendur Jóns Sigmundssonar tóku að lokum ákvörðun um að selja sína fasteign og koma þar með út úr öllu saman með milljónir í hagnað ef allt er eðlilegt. Það er varla hægt að kvarta yfir því. Það er eflaust hægt að telja upp fleiri atriði en læt þetta duga í bili. Og í alvöru RÚV, hættið að láta Björn Jón Bragason pródúsera fréttir fyrir ykkur gagnrýnislaust. Það er mjöööög vandræðalegt.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Björns sem gaf Vísi leyfi til að birta hana.
„Þetta verður engin lundabúð” Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar flytur af Laugaveginum eftir rúmlega hundrað ára verslunarrekstur. 10. mars 2016 19:40