Einn kosningastjóra Trump hættir: „Trump hugsar eingöngu um Trump“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. mars 2016 08:30 Donald Trump lætur þetta eflaust ekki á sig fá. vísir/epa Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér. Donald Trump Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira
Einn helsti stjórnandi kosningabaráttu Donald Trump hefur látið af störfum. Kornið sem fyllti mælinn var tíst forsetaframbjóðandans um að „aðeins hann gæti lagað“ ástandið í Pakistan. Tístið kom í kjölfar hryðjuverkaárásar þar sem sjötíu létu lífið og hátt í 300 særðust. „Ekki einu sinni nánustu samstarfsmenn Trump áttu von á að honum myndi vegna svo vel,“ skrifar Stephanie Cegielski í upphafi pistils þar sem hún útskýrir hví hún sagði skilið við Trump. Sem stendur er Trump í bílstjórasætinu í baráttunni um að verða forsetaframbjóðandi Repúblíkana flokksins. Hann hefur hlotið 755 kjörmenn af þeim 1.237 sem þarf til að hljóta útnefningu. Næsti maður, Ted Cruz, hefur 465 kjörmenn. Hún segir að í upphafi hafi markmiðið verið að Trump næði tveggja stafa fylgi og myndi lenda í öðru sæti í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Framboð hans væri til að mótmæla framboðum sem væru háð utanaðkomandi fjármagni og sem væru uppfull af neikvæðni. „Það leið ekki að löngu þar til að ég vaknaði hvern dag við að síminn hringdi og ég hristi höfuðið yfir einhverju sem Trump sagði kvöldið áður. Ég hef verið í pólitík nógu lengi til að vita að andstæðingar þínir munu grípa hvert tækifæri til að skíta andstæðing sinn út,“ segir Cegielski. En hið ótrúlega gerðist. Með hverju svari þá bætti Trump við sig fylgi í könnunum. Í hvert skipti sem hún hélt að framboðið væri dautt þá óx því ásmegin. „Ég held að ekki einu sinni Trump hafi búist við því að komast svona langt og ég held að hann hafi ekki langað það. Hann er vafalaust hvorki nægilega undirbúinn eða með réttu tólin til að verða forseti en nú hefu egóið hans tekið yfir. Ekkert annað skiptir máli.“ Trump hafi aldrei ætlað sér að verða valkostur Repúblikana en stolt hans er of mikið til að geta hætt núna. Cegielski telur að Trump hafi sótt fylgi sitt til hins hljóða og reiða minnihluta. „Við erum öll reið og það með réttu. En Trump er ekki okkar riddari á hvíta hestinum. Trump hugsar eingöngu um Trump. Hann myndi stinga hvert okkar í bakið ef það þýddi að hann fengi sent fyrir,“ skrifar hún. Hægt er að lesa uppsagnarbréf Cegielski í heild sinni með því að smella hér.
Donald Trump Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Sjá meira