Brynjar vill komast að í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2016 19:00 Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Brynjar Guðmundsson hefur sett stefnuna á að komast að hjá liði í NFL-deildinni og telur að hann eigi góðan möguleika á því. Brynjar sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þessi 22 ára kappi er nýútskrifaður úr University of South Florida þar sem hann spilaði í fjögur ár. Hann á íslenskan föður og hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Eftir að hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu með miðskólaliði sínu komst hann að í sterku háskólaliði þar sem hann spilaði í fjögur ár, ávallt sem byrjunarliðsmaður. „Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var tíu ára gamall og hef því verið í þessu í tíu ár,“ segir Brynjar. „Það er draumur minn að gerast atvinnumaður eins og hjá svo mörgum, sérstaklega þeim sem spila í háskóla. Þar vilja allir komast áfram.“Vísir/GettyGóð viðbrögð frá NFL-liðum Hann er sáttur við sinn háskólaferil en þó nokkrir leikmenn hafa komið úr skóla hans í NFL-deildina. Meðal þeirra má nefna Jason Pierre-Paul, leikmann New York Giants. „Það gekk á ýmsu hjá mér í háskólanum og þetta var upp og niður eins og gengur og gerist en við enduðum þetta vel og komust í Bowl Game [úrslitaleik] í Miami. Það var ein besta reynsla lífs míns.“ Brynjar telur að hann eigi góðan möguleika á því að komast í NFL-deildina. „Ég hef lagt mikið á mig til þess og tekið margar ákvarðanir í mínu lífi sem hafa tekið mið af því að komast þangað,“ segir Brynjar sem er með umboðsmann á sínum snærum. „Hann hefur rætt við liðin og ég hef fengið góð viðbrögð, sem er hvatning fyrir mig. Það er svo bara spurning hvernig ég vinn úr því.“ Nýliðavalið fyrir NFL-deildina fer fram dagana 28.-30. apríl en þó svo að Brynjar verði ekki valinn þá er ekki öll nótt úti enn. „Alls ekki. Margir fá símtal strax eftir valið og er boðið að æfa með liðunum. Það er í raun það eina sem maður vill - að fá tækifæri til að sýna sig.“Vísir/GettySterkt nafn sem passar vel Brynjar tekur undir að það sé algeng saga um sóknarlínumenn að þeir séu almennt gáfaðri en aðrir leikmenn sem spila íþróttina. „Það er vissulega steríótýpa sem er í gangi. Við skorum kannski ekki snertimörkin eða fáum boltann. En við stjórnum hraða leiksins og í hverju einasta kerfi er maður að berjast við mann sem er jafn stórt og þú. Þetta er harður slagur í hvert einasta skipti og maður þarf á sama tíma að hugsa um kerfið og það næsta. Það er því að mörgu að huga.“ Hann segist einnig hafa fengið skemmtileg viðbrögð út á sitt íslenska nafn í gegnum tíðina og er stoltur af því að vera Íslendingur. „Það hafa allir margar spurningar út af nafninu mínu. En þegar það kynnist mér finnst því að það sé sterkt nafn sem passi vel við mig,“ sagði Brynjar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum