Körfubolti

Þristaregn í sigri Golden State | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klay Thompson var funheitur gegn Dallas.
Klay Thompson var funheitur gegn Dallas. vísir/getty
Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Leikmenn Golden State Warriors skoruðu 21 þriggja stiga körfu í átta stiga sigri, 128-120, á Dallas Mavericks á heimavelli.

Þetta var 65. sigur Golden State á tímabilinu en liðið nálgast óðfluga met Chicago Bulls frá tímabilinu 1995-96 þegar Michael Jordan og félagar unnu 72 leiki í deildakeppninni.

Klay Thompson skoraði 40 stig fyrir Golden State í nótt og Stephen Curry 33, auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Wesley Matthews fór fyrir liði Dallas með 26 stig.

San Antonio Spurs er enn ósigrað á heimavelli í vetur en í nótt vann liðið sex stiga sigur á Memphis Grizzlies, 110-104.

LaMarcus Aldridge skoraði 32 stig fyrir San Antonio og tók 12 fráköst. Jeff Green var stigahæstur í vængbrotnu liði Memphis með 20 stig.

James Harden var með þrefalda tvennu (32 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar) þegar Houston Rockets bar sigurorð af Toronto Raptors á heimavelli, 112-109.

Þetta var níundi heimasigur Houston á Toronto í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Þrátt fyrir tapið er Toronto enn í 2. sæti í Austurdeildinni.

Úrslitin í nótt:

Golden State 128-120 Dallas

San Antonio 110-104 Memphis

Houston 112-109 Toronto

Washington 129-132 Minnesota

Detroit 112-105 Charlotte

Miami 108-97 Orlando

Atlanta 101-90 Milwaukee

Sacramento 116-94 Phoenix

LA Lakers 105-116 Denver

Það rigndi þristum í Oakland Harden var heitur gegn Toronto Flottustu tilþrif næturinnar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×