„Þeir mega höggva af okkur höfuðið en við megum ekki nota vatnspyntingar“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. mars 2016 22:10 Trump og Cruz keppast um að verða forsetaefni Repúblíkana. Eru þó sammála um margt. Visir/Getty Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Repúblíkanarnir Donald Trump og Ted Cruz, sem keppast um að verða forsetaefni flokks síns, notuðu báðir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í dag til þess að undirstrika hugmyndir sínar um hvernig sé best að sporna gegn hættunni á frekari hryðjuverkaárásum í Bandaríkjunum. Cruz sagði að Bandaríkin ættu strax að hætta taka á móti flóttafólki frá löndum þar sem ISIS eða al-Qaeda hefðu sterka nærveru. Hann sagði einnig að bandarísk stjórnvöld ættu að íhuga að herða lögreglueftirlit í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta til þess að koma í veg fyrir að þau yrðu „róttæk“. Cruz hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir þessi ummæli sín á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur áður gefið sig út fyrir að aðhyllast trúfrelsi en vilji nú herða eftirlit á einum trúarhóp fram yfir aðra.Breyta þarf lögum um pyntingarDonald Trump nýtti tækifærið og talaði um hnignun borga á borð við Brussel og London og undirstrikaði að Bandaríkin þyrftu að herða landamæraeftirlit sitt. Í sjónvarpsviðtali við CNN sagði hann að endurskoða þyrfti bandarísk lög hvað varðar pyntingar pólitískra fanga. Þar sagði hann meðal annars að; „þeir mega höggva af höfuð en við megum ekki einu sinni nota vatnspyntingar“. Sjá ítarlegri grein um viðbrögð Trump og Cruz á vef BBC. Myndskeiðið af Trump má sjá hér fyrir neðan.Donald Trump: "They can chop off heads… and we can't waterboard"; We have to change our laws https://t.co/abqaJnoyR0 https://t.co/hFFBNYmcRZ— CNN International (@cnni) March 22, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36 Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00 Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04 Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Segir mögulegt að enginn Repúblikani nái meirihluta Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, telur líklegt að mikið verði deilt á flokksþingi Repúblikana í sumar. 17. mars 2016 22:36
Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. 17. mars 2016 07:00
Clinton líkti Trump við Hitler Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum mættu allir til leiks á þing hagsmunasamtaka bandarískra stuðningsmanna Ísrael nema einn, Bernie Sander. 22. mars 2016 00:04
Sigur Kasich í Ohio eykur líkur á ringulreið á flokksþingi Repúblikana Repúblikanar kunna að sjá fram á klofið flokksþing, eða "brokered convention“, með baktjaldamakki og atkvæðagreiðslum þar til meirihluti næst fyrir einhverjum frambjóðenda. 16. mars 2016 13:11