Saman gegn kynþáttamisrétti! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 21. mars 2016 15:25 Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag 21. mars, á alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, er ár liðið síðan Vertu næs átaki Rauða krossins gegn fordómum var hleypt af stokkunum. Með átakinu var skorað á alla að líta í eigin barm og skoða hvað hver og einn getur gert til að bæta sambúðina í fjölmenningarsamfélaginu. Rannsóknir sýna því miður að hér á landi þrífast fordómar í garð innflytjenda. Fjölmargt hefur verið gert til að vekja athygli á kynþáttamisrétti og duldum fordómum og ég hvet lesendur til að kynna sér vefinn www.vertunaes.is og það áhugaverða efni sem þar er að finna. Fyrirlesarar Rauða krossins hafa farið vítt og breitt um landið og frætt um fjölmenningu og fordóma og m.a. rætt við fleiri en 4000 börn og ungmenni. Ef marka má viðhorf kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi eru góðir dagar í vændum. Við sem eldri erum þurfum hins vegar að venjast þeim raunveruleika sem fjölmenningarsamfélagið er og læra af víðsýni unga fólksins. Alþekkt er að atvinnulíf á Íslandi mun á næstu árum þurfa á að halda fjöldanum öllum af erlendu starfsfólki, sérstaklega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Við höfum alla möguleika á að taka vel á móti þeim innflytjendum sem hingað koma til að vinna og búa. Við eigum að meta hæfileika og þekkingu þeirra að verðleikum. Þeir eiga rétt á sömu mannréttindum og aðrir sem hér búa. Sömu réttindum og þeir Íslendingar búa við sem vilja starfa í öðrum löndum. Málefni innflytjenda og þróun fjölmenningarsamfélags verða ofarlega á baugi næstu árin. Rauði krossinn mun áfram beita sér að fullum þunga í þessum málum og hvetur landsmenn til þess að standa saman um jafnan rétt allra. Vinnum saman gegn kynþáttamisrétti!
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun