Guðjón Valur: Er ekki svo einfaldur að halda hommar hafi ekki áhuga á íþróttum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson skilur ekki hvers vegna kynhneigð kemur málinu við í íþróttum. vísir/valli Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, vill að þjálfarar í handboltaheiminum fái þá fræðslu sem til þarf um samkynhneigð til að tækla það komi leikmaður út úr skápnum í hans liði. Fyrirliðinn er í stóru viðtali um samkynhneigð í íþróttum á vefsíðunni gayiceland.is þar sem hann segir það mikilvægt að forsvarsmenn félaganna í handboltanum sýni fordæmi þegar kemur að andrúmslofti innan þeirra félaga. „Ef einhver vill koma út úr skápnum er mikilvægt að vita hvernig liðið er og þjálfarinn verður að setja fordæmi,“ segir Guðjón Valur. Fræðsla um samkynhneigð er eitthvað sem á að vera hluti af þjálfaramenntun þannig menn geti lært að bregðast við öllu því sem kemur upp á en fyrst og fremst til að setja gott fordæmi innan sinna liða.“Guðjón Valur vildi spila með regnbogafyrirliðaband á EM en fékk það ekki.mynd/instagramHeimskulegt og fáránlegt Guðjón Valur vill samt ekki að samkynhneigð einhvers leikmanns verði blásin upp og kynhneigð hans gerð að einhverju aðalatriði komi einhver út úr skápnum. „Það að einhver sé hommi í einhverju liði á ekki að vera aðalatriði heldur bara að viðkomandi sé íþróttamaður. Ef maður er hluti af einverju liði er það vegna þess að þú ert nógu góður en ekki vegna þess að þú ert samkynhneigður, gagnkynhneigður, svartur eða hvítur,“ segir Guðjón Valur. „Ég er í liði með tveimur svörtum mönnum og einum Múslima. Það skiptir okkur liðsfélaga þeirra engu máli. Það er öllum sama um hvernig þeir eru á litin eða til hvers þeir biðja. Það sem skiptir máli er að þeir eru góðir í handbolta.“ „Þeir eru dæmdir á frammistöðu sinni og auðvitað á það sama að gilda um kynhneigð. En þannig er það víst ekki og það er virkilega pirrandi og heimskulegt. Ég bara skil ekki hvers vegna kynhneigð einhvers skiptir máli. Þetta er fáránlegt!“ segir Guðjón Valur. Einn leikmaður hér heima hefur komið út úr skápnum, en það gerði Daníel Örn Einarsson, hornamaður sem spilað hefur með Stjörnunni, HK, Akureyri, Víkingi og KR hér heima.Kári Garðarsson, þjálfari Íslands- og deildarmeistara Gróttu, er einnig samkynhneigður en hann kom „óvart“ út úr skápnum eins og hann greindi frá í viðtali í Akraborginni á X977 í gær sem heyra má hér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," segir Kári. Guðjón Valur aftur á móti segist aldrei hafa spilað með opinberlega samkynhneigðum manni. „Ég hef aldrei spilað með opinberlega samkynhneigðum leikmanni þannig ég veit ekki hvernig er komið fram við þá. En ég er ekki svo einfaldur að halda að hommar hafi ekki áhuga á íþróttum,“ segir hann. „Ég hef heyrt orðróma um að hinir og þessir séu samkynhneigðir, sérstaklega erlendis, og það eru líka sögur um að skápahommar séu í einhverjum sýningarsamböndum með konum,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Allt viðtalið við Guðjón Val á ensku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Sjá meira
Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. 30. mars 2016 17:30