A,B, C, D og framhaldsskólinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 30. mars 2016 15:09 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verið er að gera umtalsverðar breytingar á námsmati og taka í notkun nýtt einkunnakerfi í bókstöfum sem notað verður í vor við útskrift úr 10. bekk grunnskóla. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar, margir eru jákvæðir og spenntir, aðrir áhyggjufullir og enn aðrir verulega ósáttir. Staðan er sú að frá þessum breytingum verður ekki horfið, nemendur munu útskrifast úr grunnskólum landsins með einkunnir í bókstöfum. Staðan er líka sú að þrátt fyrir að talið sé að námsmat út frá hæfniviðmiðum muni leiða til meira samræmis í einkunnagjöf en áður þá verður þetta alls konar í vor, það verður ekki samræmi og það þarf að viðurkenna það. Á sama tíma og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir því að velja milli nemenda út frá nýju námsmati og einkunnakerfi, sem enn er ekki fullmótað alls staðar, eru þeir flestir að takast á við það stóra verkefni að stytta námstímann í þrjú ár. En hvernig tökumst við á við þessa stöðu? Hvernig getum við útskýrt fyrir nemendum að þótt námsmatið sé alls konar muni þeir ekki gjalda þess og getum við verið þess fullviss að þannig verði það? Nemendur vita að það komast ekki allir inn í þá skóla sem þeir helst vilja en þeir eiga ekki að þurfa að kvíða því að þeir njóti ekki sanngirni þegar þeir sækja um í sínum draumaskóla. Tölur undanfarinna ára sýna að allflestir grunnskólanemar fá inni í þeim skólum sem þeir setja í 1. eða 2. sæti. Það er óskandi að þannig verði það einnig í haust en stóra viðfangsefnið er að sjá til þess að nemendur upplifi að þeir hafi verið metnir á sanngjarnan og réttmætan hátt. SAMFOK býður til opins fundar fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum munu þrír nemendur úr 10. bekk Laugalækjarskóla, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og sérfræðingur á Menntamálastofnun flytja stutt erindi. Að því loknu verða pallborðsumræður og hafa fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðað þátttöku sína. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að spyrja spurninganna sem brenna á nemendum og foreldrum þeirra, koma á framfæri ábendingum og einnig til að ræða í sameiningu hvaða leiðir er hægt að fara til þess að sem flestir geti sætt sig við niðurstöðurnar. Við hvetjum nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra til að koma á fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Bryndís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verið er að gera umtalsverðar breytingar á námsmati og taka í notkun nýtt einkunnakerfi í bókstöfum sem notað verður í vor við útskrift úr 10. bekk grunnskóla. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar, margir eru jákvæðir og spenntir, aðrir áhyggjufullir og enn aðrir verulega ósáttir. Staðan er sú að frá þessum breytingum verður ekki horfið, nemendur munu útskrifast úr grunnskólum landsins með einkunnir í bókstöfum. Staðan er líka sú að þrátt fyrir að talið sé að námsmat út frá hæfniviðmiðum muni leiða til meira samræmis í einkunnagjöf en áður þá verður þetta alls konar í vor, það verður ekki samræmi og það þarf að viðurkenna það. Á sama tíma og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir því að velja milli nemenda út frá nýju námsmati og einkunnakerfi, sem enn er ekki fullmótað alls staðar, eru þeir flestir að takast á við það stóra verkefni að stytta námstímann í þrjú ár. En hvernig tökumst við á við þessa stöðu? Hvernig getum við útskýrt fyrir nemendum að þótt námsmatið sé alls konar muni þeir ekki gjalda þess og getum við verið þess fullviss að þannig verði það? Nemendur vita að það komast ekki allir inn í þá skóla sem þeir helst vilja en þeir eiga ekki að þurfa að kvíða því að þeir njóti ekki sanngirni þegar þeir sækja um í sínum draumaskóla. Tölur undanfarinna ára sýna að allflestir grunnskólanemar fá inni í þeim skólum sem þeir setja í 1. eða 2. sæti. Það er óskandi að þannig verði það einnig í haust en stóra viðfangsefnið er að sjá til þess að nemendur upplifi að þeir hafi verið metnir á sanngjarnan og réttmætan hátt. SAMFOK býður til opins fundar fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum munu þrír nemendur úr 10. bekk Laugalækjarskóla, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og sérfræðingur á Menntamálastofnun flytja stutt erindi. Að því loknu verða pallborðsumræður og hafa fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðað þátttöku sína. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að spyrja spurninganna sem brenna á nemendum og foreldrum þeirra, koma á framfæri ábendingum og einnig til að ræða í sameiningu hvaða leiðir er hægt að fara til þess að sem flestir geti sætt sig við niðurstöðurnar. Við hvetjum nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra til að koma á fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Bryndís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun