Mjög óþægilegt bergmál frá fjórða áratugnum lars christensen skrifar 6. apríl 2016 11:00 Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég reyni af fremsta megni að verða ekki hrakspámaður en ég verð að viðurkenna að ég sé mjög fáar jákvæðar fréttir um þessar mundir og ég sé sífellt þrjú atriði – mistök í peningamálastefnu/lítinn hagvöxt, uppgang öfgamanna í stjórnmálum (Trump, Orban, Erdogan, Pútín, ISIS o.s.frv.) og hraðvaxandi spennu í alþjóðastjórnmálum – sem allt blandast saman í ógeðfelldan kokkteil sem kallar fram minningar um 4. áratuginn og aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Það hefur lengi verið tilgáta mín að samdrátturinn í hinu hnattræna hagkerfi í kjölfar kreppunnar miklu 2008 – sem að mínu áliti var aðallega af völdum misheppnaðrar peningamálastefnu – valdi uppgangi pólitískra öfgastefna í Evrópu (Syriza og Gullin dögun í Grikklandi, Orban í Ungverjalandi, Le Pen í Frakklandi o.s.frv.) og Bandaríkjunum (Trump) og einnig uppbroti og klofningi í stjórnmálum hjá venjulegum lýðræðisþjóðum. Þetta leiðir til þess að hægri sinnaðir lýðskrumarar eins og Donald Trump njóta fylgis, en að sama skapi njóta hópar íslamista, eins og ISIS, fylgis á meðal ungra innflytjenda í til dæmis Frakklandi og Belgíu. Þegar hinn lýðræðislegi valkostur missir aðdráttarafl sitt vinna öfgamenn og lýðskrumarar á. Hraðvaxandi stuðningur við þjóðernissinnuð öfl, sérstaklega í Mið- og Austur-Evrópu er að sama skapi áhyggjuefni. Hin landfræðipólitíska útgáfa af þessu er Úkraína og Sýrland (og að vissu leyti Suður-Kínahaf). Með engum hagvexti eykst aðdráttarafl verndarstefnu og að lokum stríðs. Því miður eru hliðstæðurnar við 4. áratuginn mjög skýrar – án þess að ýkja neitt skuluð þið reyna að líta á þetta: 1) Stríðið í Sýrlandi samanborið við spænska borgarastríðið: Bein og óbein aðild erlendra einræðisríkja (Stalín/Hitler og Erdogan/Pútín) 2) Verðhjöðnun evrusvæðisins samanborið við verðhjöðnun gullfótarins. 3) Uppgangur lýðskrumara og öfgamanna: Kommúnistar, nasistar og fasistar samanborið við Syriza, Gullna dögun, Jobbik, Orban, svæðisbundna aðskilnaðarstefnu í Evrópu, andúð á innflytjendum, Trump og ISIS o.s.frv. 4) Veiking (hnignun?) lýðræðisstofnana: Weimar-lýðveldið samanborið við pólitískan klofning í Evrópu – veikar og óvinsælar minnihlutastjórnir með engan „pólitískan styrk“ til að framkvæma efnahagslegar endurbætur í Evrópu. Kannski eru þetta of miklar hrakspár, en maður verður að vera blindur á lexíur sögunnar til að sjá þetta ekki. Það þýðir samt ekki að sagan muni endurtaka sig – það vona ég sannarlega ekki – en ef við hunsum það sem er líkt með 4. áratugnum mun ástandið aðeins versna. Besta leiðin til að komast hjá hryllingi 4. áratugarins er að efla hagvöxt, og hér er bæði þörf á að auka eftirspurn á heimsvísu – frekari og mun stórtækari slökun á peningamálastefnu bæði í Bandaríkjunum og Evrópu – og að koma á gagngerum kerfisumbótum. Ef við grípum ekki til slíkra stefnubreytinga er greinilega hætta á að aðdráttarafl þjóðernissinnaðra lýðskrumara muni aukast og að um leið munum við sjá aukna róttækni á meðal ungra innflytjenda í Evrópu. Svo ef okkur er alvara með að berjast gegn öfgastefnum og hryðjuverkum verðum við að auka verulega viðleitni okkar til að örva hagvöxt, sérstaklega í Evrópu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar