Samningurinn gæti sprungið í loft upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2016 07:00 Flóttafólk hefur reynt ýmislegt til þess að komast til Evrópu en mörgum verður nú smalað til baka. Nordicphotos/AFP Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira