Lögregla á Brusselflugvelli hótar verkfalli Þorfinnur Ómarsson skrifar 1. apríl 2016 13:49 Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Lögregla á flugvellinum í Brussel hótar því að fara í verkfall verði flugvöllurinn opnaður á ný í dag, eins og gert er ráð fyrir. Flugvöllurinn hefur verið lokaður frá hryðjuverkaárásunum fyrir tíu dögum og þótt hann verði opnaður í dag er ólíklegt talið að flugsamgöngur komist í eðlilegt horf þar sem öryggismálum er enn ábótavant. Mun lengri tíma hefur tekið að tryggja öryggi á flugvellinum hér í Brussel en stefnt var að í fyrstu. Eftir árásirnar á þriðjudag í síðustu viku, sem kostuðu þrjátíu og tvo lífið og skildu yfir hundrað manns eftir í sárum, var rætt um að hefja flug að nýju tveimur dögum síðar. Það hefur ekki gengið eftir og hefur hver frestunin verið tilkynnt á fætur annarri. Síðast í gær var svo gefið út að tæknilega væri hægt að opna flugvöllinn í kvöld, en þó að mjög takmörkuðu leyti, eða sem nemur 20 prósentum af hefðbundinni starfsemi. Þannig er ljóst að þó flugvöllurinn opni í kvöld, munu mörg flugfélög áfram þurfa að aflýsa flugi næstu vikurnar, í það minnsta. Hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á flug Icelandair á næstunni er óvíst á þessari stundu. En jafnvel þó yfirvöld telji sig geta hafið flug að takmörkuðu leyti í kvöld, gætu þau áform breyst síðar í dag, þar sem öryggismál eru enn í tvísýnu. Þannig hefur lögregla á flugvellinum kvartað sáran yfir andvaraleysi yfirvalda, sem fara með rannsókn á hryðjuverkunum, og hótar að fara í verkfall um helgina, verði flugvöllurinn opnaður. Lögregla fer fram á ýmsar úrbætur og telur ekki nóg að koma öryggismálum í sama horf og fyrir árásina, því eins og fram hefur komið var hún gerð við innritunarborð, þar sem nær engin öryggisgæsla hefur verið til þessa. Því leggur lögregla til að vopnaleit á farþegum hefjist fyrr, eða strax við inngang í flugstöðina, en slíkt myndi krefjast verulegra breytinga á flugvellinum. Þessar hugmyndir hafa raunar verið ræddar víðar í Evrópu undanfarna daga og er talið líklegt að sprengjuárásin á Brussel-flugvelli muni hafa víðtæk áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum í Evrópu og jafnvel víðar.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00 Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Flugvöllurinn í Brussel opnar á ný Talið er að flug muni hefjast þar á ný í fyrsta lagi í kvöld, en þó ekki af fullum krafti fyrst um sinn. 1. apríl 2016 07:00
Flugvöllurinn í Brussel ekki jafn mikið skemmdur og talið var Mögulega verður hægt að opna flugvöllinn á ný á þriðjudaginn í næstu viku. 26. mars 2016 22:03