Handbolti

Formaður HSÍ þurfti að svara fyrir sig þegar Geir var loks ráðinn | Sjáðu fundinn í heild sinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Sveinsson var í gær ráðinn landsliðsþjálfari karla í handbolta en hann gerði samning við HSÍ fram yfir Evrópumótið 2018. Geir tekur við starfinu af Aroni Kristjánssyni.

Tilkynnt var um ráðningu Geirs á blaðamannafundi HSÍ á Hilton Hótel í gær þar sem Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, þurfti að svara beittum spurningum blaðamanna um 69 daga leitina að nýjum þjálfara.

Nokkur hiti var á fundinum framan af þar sem Guðmundur útskýrði hvað var að gerast á bakvið tjöldin í þjálfaraleit landsliðsins, en meðal annars viðurkenndi hann að HSÍ talaði við Ljubomir Vranjes, þjálfara Flensburg.

Upptöku af þessum hressilega blaðamannafundi má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Geir: Ég gekk ekki með landsliðsþjálfarann í maganum

Geir Sveinsson vonast til þess að íslenska landsliðið spili skemmtilegan og árangursríkan handbolta undir hans stjórn. Það var erfitt fyrir hann að ná starfslokum við Magdeburg til að geta tekið við landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×