Geir: Ég gekk ekki með landsliðsþjálfarann í maganum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2016 06:00 Geir Sveinsson fylgist hér með þegar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, kynnir hann sem nýjan landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í gær. Vísir/Anton „Ég er mjög stoltur. Þetta er mikill heiður. Ég spilaði lengi fyrir landsliðið og veit hvað þetta landslið skiptir miklu máli,“ segir Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla til ársins 2018. Óskar Bjarni Óskarsson verður aðstoðarmaður hans. Geir tekur við starfinu af Aroni Kristjánssyni sem hætti fyrir 70 dögum. Það tók HSÍ drjúgan tíma að finna arftaka hans en það hafðist aðeins þremur dögum fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. Til þess að Geir gæti tekið við liðinu þurfti hann að gera starfslokasamning við Magdeburg. Félagið sagði honum upp störfum í desember en Geir var með samning við félagið fram á sumar 2017.HSÍ hringdi fyrir 18 dögum „Ég var ekki á leiðinni að gera starfslokasamning er þetta mál kemur upp. Ég ætlaði bara að sitja í Magdeburg og láta þá borga mér hverja einustu evru. HSÍ hringir fyrir 18 dögum og þá fer ég að semja við Magdeburg og það tók þennan tíma,“ segir Geir en um tíma var ekki endilega útlit fyrir að samkomulag næðist svo hann gæti tekið við landsliðinu. „Ég var alveg undir það búinn að ég yrði að gefa landsliðið frá mér. Þó svo ég sé tilbúinn að fórna ýmsu þá var ég ekki tilbúinn að fórna allt of miklu. Það var mikið í húfi fyrir mig persónulega og um tíma hélt ég að við myndum ekki ná saman.“ Geir var boðið starfið árið 2008 en þáði það ekki þá. Hann segist ekki hafa gengið með landsliðsþjálfarann í maganum. „Ég gekk ekki með landsliðsþjálfarann í maganum rétt eins og ég gekk ekki með það í maganum að þjálfa í Bregenz. Svo kom tækifæri þar. Svo kom annað tækifæri í Magdeburg. Svo leiðir eitt af öðru. Maður fær ekki alltaf tækifæri til að þjálfa landsliðið og ég ákvað að stökkva á það núna.“Óskar Bjarni Óskarsson verður aðstoðarþjálfari Geir Sveinssonar.Vísir/Anton Fyrsta stóra verkefnið í júní Fyrsta stóra verkefni Geirs með liðið verður í júní er liðið spilar tvo umspilsleiki við Portúgal um laust sæti á HM. Hann reiknar ekki með miklum breytingum á liðinu fyrir þá leiki. „Það verður að koma í ljós hverjir eru heilir og hverjir verða tilbúnir í verkefnið af lífi og sál. Við munum tefla fram því liði sem við teljum gefa okkur mesta möguleikann á því að koma okkur á HM. Allt tal um breytingar skiptir ekki máli núna. Aðalatriðið er að komast inn á HM.“ Stór hluti landsliðsins er að komast á aldur og kynslóðaskipti fram undan. Hvernig vill Geir standa að þessum kynslóðaskiptum? „Ég held að þetta snúist um hverjir það eru sem bíða. Erum við að fara að setja mann út bara af því að hann er orðinn gamall? Þetta snýst um hvað menn hafa að bjóða, sama hversu gamlir þeir eru. Hafa þeir eldmóðinn og eru tilbúnir að gefa allt fyrir liðið? Svo snýst þetta um réttu blönduna. Hvað hentar liðinu best. Það er samt ljóst að náttúruleg endurnýjun þarf að eiga sér stað,“ segir Geir og bendir á að Ísland megi ekki lenda í því að stokka upp of hratt og lenda í því sama og Svíar sem hurfu af sjónarsviðinu um tíma. Síðustu tvö stórmót hafa valdið vonbrigðum hjá landsliðinu en hvað finnst nýja þjálfaranum að helst þurfi að laga í leik íslenska liðsins?Geir Sveinsson fagnar fimmta sætinu á HM 1995 með Robert Julian Duranona.Vísir/Þorvaldur Örn Sá margt gott í leik liðsins „Ég sá margt gott í leik liðsins á síðustu tveimur mótum. Auðvitað var varnarleikurinn samt ekki nógu góður. Það er hægt að gera betur þar. Svo snýst þetta um að ná því besta út úr hverjum manni og einhverjir voru að leika undir getu. Þetta þarf ég að leggja áherslu á. Að ná hámarki út úr hverjum og einum leikmanni,“ segir Geir en hvernig handbolta mun landsliðið leika undir hans stjórn? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Vonandi tekst mér að tryggja að við spilum árangursríkan og skemmtilegan handbolta. Þetta er vinna og allir verða að leggjast á eitt til að ná árangri.“Geir Sveinsson lék 340 landsleiki fyrir Íslands og stóran hluta þeirra sem fyrirliði.Vísir/Brynjar GautiGeir Sveinsson f. 27.janúar 1964Menntun 2002 – 2004Háskóli Ísland – MBA Viðskiptafræði 2001 – 2002Endurmenntun Háskóla Íslands 1987 – 1989Háskóli Íslands 1980 – 1984Menntaskólinn í HamrahlíðFerill sem leikmaður 1997 – 1999 Wuppertal, Þýskalandi 1995 – 1997 Montpellier, Frakklandi 1994 – 1995 Valur 1993 – 1994Valencia, Spáni 1992 – 1993Valur 1991 – 1992Valencia, Spáni 1989 – 1991Granollers, Spáni 1980 – 1989 ValurFerill sem þjálfari 2014 – 2016 Magdeburg, Þýskalandi 2012 – 2014Bregenz, Austurríki 2011 – 2012U-21 árs karlalandslið Ísland 2010 – 2011Grótta 1999 – 2003ValurFerill með landsliði 340 leikir502 mörk Fyrirliði íslenska landsliðsins 1991-1999.Viðurkenningar / Verðlaun Tvisvar í heimsliðinu. Fimm sinnum handknattleiksmaður ársins á Íslandi. Sigurvegari í Evrópukeppni félagsliða 1994 (EHF cup). Bikarmeistari á Spáni 1992. Fjölmargir Íslands- og bikarmeistaratitlar með Val. Tvennir Ólympíuleikar, Seoul 1988 og Barcelona 1992. Sjö heimsmeistaramót með íslenska landsliðinu. Íþróttamaður ársins 1997. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
„Ég er mjög stoltur. Þetta er mikill heiður. Ég spilaði lengi fyrir landsliðið og veit hvað þetta landslið skiptir miklu máli,“ segir Geir Sveinsson, nýráðinn landsliðsþjálfari karla til ársins 2018. Óskar Bjarni Óskarsson verður aðstoðarmaður hans. Geir tekur við starfinu af Aroni Kristjánssyni sem hætti fyrir 70 dögum. Það tók HSÍ drjúgan tíma að finna arftaka hans en það hafðist aðeins þremur dögum fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. Til þess að Geir gæti tekið við liðinu þurfti hann að gera starfslokasamning við Magdeburg. Félagið sagði honum upp störfum í desember en Geir var með samning við félagið fram á sumar 2017.HSÍ hringdi fyrir 18 dögum „Ég var ekki á leiðinni að gera starfslokasamning er þetta mál kemur upp. Ég ætlaði bara að sitja í Magdeburg og láta þá borga mér hverja einustu evru. HSÍ hringir fyrir 18 dögum og þá fer ég að semja við Magdeburg og það tók þennan tíma,“ segir Geir en um tíma var ekki endilega útlit fyrir að samkomulag næðist svo hann gæti tekið við landsliðinu. „Ég var alveg undir það búinn að ég yrði að gefa landsliðið frá mér. Þó svo ég sé tilbúinn að fórna ýmsu þá var ég ekki tilbúinn að fórna allt of miklu. Það var mikið í húfi fyrir mig persónulega og um tíma hélt ég að við myndum ekki ná saman.“ Geir var boðið starfið árið 2008 en þáði það ekki þá. Hann segist ekki hafa gengið með landsliðsþjálfarann í maganum. „Ég gekk ekki með landsliðsþjálfarann í maganum rétt eins og ég gekk ekki með það í maganum að þjálfa í Bregenz. Svo kom tækifæri þar. Svo kom annað tækifæri í Magdeburg. Svo leiðir eitt af öðru. Maður fær ekki alltaf tækifæri til að þjálfa landsliðið og ég ákvað að stökkva á það núna.“Óskar Bjarni Óskarsson verður aðstoðarþjálfari Geir Sveinssonar.Vísir/Anton Fyrsta stóra verkefnið í júní Fyrsta stóra verkefni Geirs með liðið verður í júní er liðið spilar tvo umspilsleiki við Portúgal um laust sæti á HM. Hann reiknar ekki með miklum breytingum á liðinu fyrir þá leiki. „Það verður að koma í ljós hverjir eru heilir og hverjir verða tilbúnir í verkefnið af lífi og sál. Við munum tefla fram því liði sem við teljum gefa okkur mesta möguleikann á því að koma okkur á HM. Allt tal um breytingar skiptir ekki máli núna. Aðalatriðið er að komast inn á HM.“ Stór hluti landsliðsins er að komast á aldur og kynslóðaskipti fram undan. Hvernig vill Geir standa að þessum kynslóðaskiptum? „Ég held að þetta snúist um hverjir það eru sem bíða. Erum við að fara að setja mann út bara af því að hann er orðinn gamall? Þetta snýst um hvað menn hafa að bjóða, sama hversu gamlir þeir eru. Hafa þeir eldmóðinn og eru tilbúnir að gefa allt fyrir liðið? Svo snýst þetta um réttu blönduna. Hvað hentar liðinu best. Það er samt ljóst að náttúruleg endurnýjun þarf að eiga sér stað,“ segir Geir og bendir á að Ísland megi ekki lenda í því að stokka upp of hratt og lenda í því sama og Svíar sem hurfu af sjónarsviðinu um tíma. Síðustu tvö stórmót hafa valdið vonbrigðum hjá landsliðinu en hvað finnst nýja þjálfaranum að helst þurfi að laga í leik íslenska liðsins?Geir Sveinsson fagnar fimmta sætinu á HM 1995 með Robert Julian Duranona.Vísir/Þorvaldur Örn Sá margt gott í leik liðsins „Ég sá margt gott í leik liðsins á síðustu tveimur mótum. Auðvitað var varnarleikurinn samt ekki nógu góður. Það er hægt að gera betur þar. Svo snýst þetta um að ná því besta út úr hverjum manni og einhverjir voru að leika undir getu. Þetta þarf ég að leggja áherslu á. Að ná hámarki út úr hverjum og einum leikmanni,“ segir Geir en hvernig handbolta mun landsliðið leika undir hans stjórn? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Vonandi tekst mér að tryggja að við spilum árangursríkan og skemmtilegan handbolta. Þetta er vinna og allir verða að leggjast á eitt til að ná árangri.“Geir Sveinsson lék 340 landsleiki fyrir Íslands og stóran hluta þeirra sem fyrirliði.Vísir/Brynjar GautiGeir Sveinsson f. 27.janúar 1964Menntun 2002 – 2004Háskóli Ísland – MBA Viðskiptafræði 2001 – 2002Endurmenntun Háskóla Íslands 1987 – 1989Háskóli Íslands 1980 – 1984Menntaskólinn í HamrahlíðFerill sem leikmaður 1997 – 1999 Wuppertal, Þýskalandi 1995 – 1997 Montpellier, Frakklandi 1994 – 1995 Valur 1993 – 1994Valencia, Spáni 1992 – 1993Valur 1991 – 1992Valencia, Spáni 1989 – 1991Granollers, Spáni 1980 – 1989 ValurFerill sem þjálfari 2014 – 2016 Magdeburg, Þýskalandi 2012 – 2014Bregenz, Austurríki 2011 – 2012U-21 árs karlalandslið Ísland 2010 – 2011Grótta 1999 – 2003ValurFerill með landsliði 340 leikir502 mörk Fyrirliði íslenska landsliðsins 1991-1999.Viðurkenningar / Verðlaun Tvisvar í heimsliðinu. Fimm sinnum handknattleiksmaður ársins á Íslandi. Sigurvegari í Evrópukeppni félagsliða 1994 (EHF cup). Bikarmeistari á Spáni 1992. Fjölmargir Íslands- og bikarmeistaratitlar með Val. Tvennir Ólympíuleikar, Seoul 1988 og Barcelona 1992. Sjö heimsmeistaramót með íslenska landsliðinu. Íþróttamaður ársins 1997.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira