Ættingjar þeirra sem fórust þegar flugmaðurinn Andreas Lubitz grandaði flugvél Germanwings viljandi í frönsku Ölpunum í mars á síðasta ári ætla í mál við flugskóla Lubitz.
Lubitz var við nám í flugskóla í Phoenix í Bandaríkjunum. Flugskólinn, líkt og flugfélagið Germanwings er í eigu Lufthansa. Í yfirlýsingu frá lögmanni ættingjanna segir að Lubitz hafi aldrei átt að fá leyfi til þess að fljúga flugvél en komið hefur í ljós að hann var hvattur af lækni sínum til þess að leita sér aðstoðar geðlæknis, nokkrum vikum áður en hann hrapaði flugvél Germanwings viljandi.
„Lubitz, flugmaður í sjálfsmorðshugleiðingum hefði aldrei átt að fá inngöngu í flugskólann,“ sagði Brian Alexander lögmaður áttatíu ættingja þeirra sem fórust. 150 létust í flugslysinu, þar með talið Lubitz, sem glímt hafi við geðræn vandamál.
Segir lögmaðurinn að flugskólinn hafi sýnt af sér vanrækslu með því að komast ekki að því að Lubitz ætti sér sögu geðrænna vandamála.
Ætla í mál við flugskóla flugmannsins sem grandaði flugvél Germanwings

Tengdar fréttir

Búið að bera kennsl á öll fórnarlömb vélar Germanwings
Nú er loks hægt að senda líkamsleifar fórnarlambanna til aðstandenda og til greftrunar.

Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna
Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni.

Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna.