Handbolti

Strákarnir hans Óla Stefáns í erfiðum riðli á EM í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fengu brons á HM 18 ára liða á síðasta ári.
Strákarnir fengu brons á HM 18 ára liða á síðasta ári. Vísir/Ernir
Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta lenti í mjög erfiðum riðli þegar dregið var í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku.

Ísland verður í riðli með Spáni, Slóveníu og Rússlandi í riðli en íslensku strákarnir unnu Spán í leiknum um bronsið á HM 18 ára í Rússlandi síðasta sumar.

Íslenska liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna þrjá sannfærandi sigra á Póllandi, Búlgaríu og Ítalíu um síðustu helgi.

Slóvenar urðu í öðru sæti á HM 18 ára í fyrra en þeir töpuðu þá fyrir Frökkum í úrslitaleiknum.

Danir eru gestgjafar og fengu að velja sér riðil. Þeir völdu riðilinn með Noregi, Hollandi og Makedóníu.

Riðlarnir á HM 20 ára í sumar:

A-riðill

Frakkland

Sviss

Serbía

Pólland

B-riðill

Spánn

Ísland

Slóvenía

Rússland

C-riðill

Danmörk

Noregur

Holland

Makedónía

D-riðill

Ungverjaland

Þýskaland

Króatía

Svíþjóð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×