Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 13:00 Jón Axel Guðmundsson og Stephen Curry Vísir/Stefán og Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. „Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn," sagði Jón Axel í viðtali við karfan.is. Davidson komst í aðra umferð úrslitakeppninnar NCAA í fyrra en komst ekki í hana í ár. Liðið vann 20 af 33 leikjum sínum á tímabilinu. Davidson-skólinn hefur alls komist þrettán sinnum í 64 liða úrslit NCAA en komst lengt í átta liða úrslitin árið 2008 þegar Stephen Curry, núverandi besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum. Stephen Curry er nú orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og spilar með Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari og getur í kvöld bætt metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA. Golden State er þegar búið að jafna met Chicago Bulls frá 1995-96. „Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógramm og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is Jón Axel Guðmundsson átti fínt tímabil með Grindavík þótt að ekki hafi gengið nógu vel hjá liðinu sjálfu. Hann var með 15,8 stig, 8,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel í fyrrnefndu viðtali. Stephen Curry lék með Davidson í þrjá vetur eða frá 2006 til 2009. Hann var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í 104 leikjum með skólanum og endaði sem stigahæsti leikmaður háskólaboltans 2008-09. Enginn hefur skorað fleiri stig í sögu skólans. Dominos-deild karla NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. „Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn," sagði Jón Axel í viðtali við karfan.is. Davidson komst í aðra umferð úrslitakeppninnar NCAA í fyrra en komst ekki í hana í ár. Liðið vann 20 af 33 leikjum sínum á tímabilinu. Davidson-skólinn hefur alls komist þrettán sinnum í 64 liða úrslit NCAA en komst lengt í átta liða úrslitin árið 2008 þegar Stephen Curry, núverandi besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum. Stephen Curry er nú orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og spilar með Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari og getur í kvöld bætt metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA. Golden State er þegar búið að jafna met Chicago Bulls frá 1995-96. „Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógramm og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is Jón Axel Guðmundsson átti fínt tímabil með Grindavík þótt að ekki hafi gengið nógu vel hjá liðinu sjálfu. Hann var með 15,8 stig, 8,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel í fyrrnefndu viðtali. Stephen Curry lék með Davidson í þrjá vetur eða frá 2006 til 2009. Hann var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í 104 leikjum með skólanum og endaði sem stigahæsti leikmaður háskólaboltans 2008-09. Enginn hefur skorað fleiri stig í sögu skólans.
Dominos-deild karla NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira