Heilbrigt viðskiptalíf? Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2016 07:00 Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Panamaskjölin svonefndu hafa afhjúpað þá staðreynd að notkun aflandsfélaga var viðurkennd og algeng í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og tíðkast enn. Ennfremur að notkun slíkra félaga snýst ekki eingöngu um að komast hjá skattgreiðslum heldur einnig um að leyna eignarhaldi á slíkum félögum og fylgja ekki þeim hefðbundnu reglum sem gilda um íslenskt atvinnulíf, t.d. hvað varðar skil á ársreikningum og öðrum upplýsingum. Panamaskjölin ýttu við þjóðarleiðtogum og stjórnmálamönnum víða á Vesturlöndum. Francois Hollande, forseti Frakklands, tilkynnti strax að ráðist yrði í opinbera rannsókn, enda hefur það verið opinber stefna margra vestrænna ríkja að berjast gegn tilvist skattaskjóla sem grafa undan velferð og lýðræði. Þetta voru þó ekki fyrstu viðbrögð ráðherra og þingmanna íslensku ríkisstjórnarinnar sem reyndu að verja aflandsfélögin í byrjun og lýstu jafnvel samúð með ríka fólkinu sem einhvers staðar þarf að geyma peningana. Nöfn þriggja íslenskra ráðherra fundust í skjölunum og sitja tveir þeirra enn í ríkisstjórn. Í stað þess að ríkisstjórnin færi frá, þing væri rofið og boðað til kosninga strax, sem væru eðlileg viðbrögð við máli af slíkri stærðargráðu, stritast ríkisstjórnin við að sitja en hefur þó með semingi flýtt kosningum til óræðrar dagsetningar í haust. Birting Panamaskjalanna hefur gert tvennt. Annars vegar valdið trúnaðarbresti milli stórs hluta almennings og stjórnmálanna sem ekki máttu við meira vantrausti. Og hins vegar varpa þau ljósi á djúpstæða misskiptingu þar sem fámennur hópur hefur í krafti auðs síns nýtt sér skattaskjól til að stjórna auðæfum sínum á meðan þorri fólks hefur lifað og starfað eftir þeim reglum sem við sem samfélag höfum sett okkur. Ísland er sama marki brennt og önnur vestræn ríki þar sem ríkasta eina prósentið fleytir rjómann af striti annarra. Við eigum ekki að sætta okkur við slíka misskiptingu auðæfanna. Það á að rannsaka aflandsfélögin líkt og við þingmenn Vinstri-grænna höfum lagt til að verði gert og það á að berjast gegn tilvist skattaskjóla á alþjóðavettvangi – þau eru ekki hluti af heilbrigðu atvinnu- og viðskiptalífi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun