Einföld leið til að losna við Game of Thrones spoilera á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2016 14:53 Vísir/HBO Við þekkjum það öll að rekast á Facebook færslu, tíst á Twitter eða fréttir sem fara langleiðina með að eyðileggja síðasta þátt Game of Thrones fyrir okkur. Það getur reynst verulega erfitt að komast hjá spoilerum á þáttunum þar sem hann er sýndur fyrst klukkan eitt á sunnudagskvöldi og svo aftur seint á mánudagskvöldi. Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.Færsla sem inniheldur líklega spoiler fær þessa mynd yfir sig.Eina leiðin til að vera viss í sinni sök er oft að forðast öll samskipti við vinnufélagana, reyna að komast hjá því að vera á netinu og hlusta á háværa tónlist í heyrnatólum. Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones. Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Við þekkjum það öll að rekast á Facebook færslu, tíst á Twitter eða fréttir sem fara langleiðina með að eyðileggja síðasta þátt Game of Thrones fyrir okkur. Það getur reynst verulega erfitt að komast hjá spoilerum á þáttunum þar sem hann er sýndur fyrst klukkan eitt á sunnudagskvöldi og svo aftur seint á mánudagskvöldi. Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.Færsla sem inniheldur líklega spoiler fær þessa mynd yfir sig.Eina leiðin til að vera viss í sinni sök er oft að forðast öll samskipti við vinnufélagana, reyna að komast hjá því að vera á netinu og hlusta á háværa tónlist í heyrnatólum. Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones. Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein